Íslands- og unglingameistarmótið í 50m laug 2023
Velkomin á upplýsingasíðu ÍM50 2023
Íslandsmeistaramótið í 50m laug verður haldið í Laugardalslaug í Reykjavík dagana 1.-3. apríl 2023.
Skráningar
Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn16. mars 2023. Við minnum á að skila „Proof of Time“ skjali samhliða skráningum. Öðruvísi verða skráningar ekki teknar gildar.
Félög skulu skila inn skráningum úr Splash Team Manager en skráningarformið er að finna á heimasíðu mótsins. Einnig er í boði að skrá rafrænt á dagatali Swimrankings á www.swimrankings.net/manager. Ekki verður tekið við skráningum í öðru formi nema við sérstakar kringumstæður.
Leiðbeiningar: https://www.swimrankings.net/index.php?page=entryDetail
Við biðjum þjálfara og formenn að virða þessar dagsetningar og kynna sér vel reglur varðandi skráningar á sundmót SSÍ.
Skráningar og fyrirspurnir sendast með rafrænum hætti á sundmot@iceswim.is.
- Íslandsmót fatlaðra verður áfram haldið á sama tíma í samstarfi við Íþróttasamband Fatlaðra (ÍF). Það þýðir að keppendur undir ÍF munu synda með keppendum SSÍ í riðlum.
Keppendur ÍF verða á öðrum lágmörkum en keppendur SSÍ en verða engu að síður raðað í riðla eftir skráðum tíma. Keppt verður eftir reglugerð SSÍ.
Skráning starfsmanna mótsins
Skráningar starfsfólks og dómara eru skjali sem hægt er að skoða hér:
Hægt er að skrá sig í skjalið beint og uppfærist það sjálfkrafa. Því er tryggt að nýjasta útgáfan er alltaf sú sem þú skoðar.
Ef villa er í skjalinu eða vandræði að skrá, vinsamlegast hafið þá samband við sundmot@iceswim.is
- Náist ekki fullnægjandi skráning starfsmanna á mótshluta, verður þeim mótshluta frestað og/eða aflýst.
SplashMe: Íslandsmeistaramótið í 50m laug 2023
------> Bein úrslit <------
Birt með fyrirvara um villur og breytingar
Skráning starfsmanna:
Allar starfsmannaskráningar (einnig dómara) fara fram í gegnum skjalið hér:
Starfsmannaskjal ÍM50 2023
Mikilvægt er að hvert félag passi vel upp á að þeir skili réttu hlutfalli starfsmanna svo mótið gangi snuðrulaust fyrir sig.
Dómarar og tæknifólk þarf að vera mætt 60 mínútum áður en keppni hefst.
6. grein - Skráningarfrestur, þátttökutilkynningar, skráningartímar og tímastaðlar
6.1 – Skráningarfrestur og þátttökutilkynningar
Einstaklings- og/eða liðaskráning vegna allra SSÍ móta skal hafa borist skrifstofu SSÍ fullum 16 dögum fyrir mótsbyrjun.
6.1.1
Vegna SSÍ móta leggur SSÍ til mótaskrá á tölvutæku formi og skal skráningum skilað á því sama formi. Þeir sem ekki hafa aðgang að því forriti sem SSÍ notar hverju sinni skulu senda skráningarnar inn á þar til gerðum skráningarformum sem eru gefin út af SSÍ og skulu skráningar þá hafa borist skrifstofu SSÍ fullum 17 dögum fyrir mótsbyrjun. Önnur skráningarblöð eða form eru ekki tekin gild sem skráning á SSÍ mót. Sé skráningum skilað síðar skal félag borga seinskráningagjald, samkvæmt verðskrá SSÍ.
6.1.2
Öllum skráningum skal skilað inn með með rafrænum hætti. Í öllum tilfellum skal koma fram fullt nafn, kennitala, og löglegur tími keppenda á yfirstandandi keppnisári. Í þeim tilfellum þar sem lágmörk gilda m/v aldur og/eða aldursflokkaskiptingu ber að miða við fæðingarár viðkomandi keppanda.
6.1.3
Dagsetning á skráðum árangri og staðsetning eða mótsheiti skal koma fram á skráningarformi.
6.1.4
Fötluðu sundfólki er heimil þátttaka á Íslandsmeistaramótum og öðrum mótum sem haldin eru innan vébanda SSÍ.
6.1.4.1
Gilda sömu reglur um skráningar og þátttökutilkynningar þeirra og um annað sundfólk en að auki ber fötluðum að skila með skráningum, númeri fötlunarflokks. Gilda þá sérreglur um fötlunarflokkinn eftir atvikum fyrir þann keppanda í greininni.
6.1.4.2
SSÍ skal skrá viðkomandi keppanda undir merkjum félags hans. Mótstjórn upplýsir yfirdómara um keppandann og fötlunarflokk hans áður en mótshluti hefst. Upplýsa á yfirdómara áður en sund hefst ef aðstoðarmanns er þörf.
6.1.4.3
Heimilt er að skrá fatlað sundfólk í sérstakan riðil og skal sá riðill þá fara fram á undan öðrum riðlum, að öðrum kosti raðast sundfólk í riðla eftir tímum.
6.1.4.4
Heimilt er að veita sérstök verðlaun í flokki fatlaðra.
6.1.5
Hafi keppandi verið rangt skráður skal sá keppandi ávallt raðast í riðil miðað við að hann eigi ekki gildan tíma í greininni og félagi hans skal gert að greiða sekt samkvæmt verðskrá SSÍ.
6.1.5
Röð keppenda í boðsundssveitum skal tilkynna skriflega í síðasta lagi klukkustund fyrir upphaf viðkomandi keppnishluta - til að sveitin öðlist keppnisrétt.
6.1.6
Mótshaldarar annarra móta en SSÍ móta hafa heimild til að setja aðrar reglur um skráningarfresti og skráningarform. Það skal þá koma fram í tilkynningu um mótið hvernig þessum málum er háttað.
6.2 – Skráningartímar
Við skráningu á sundmót skal ávallt nota tíma frá móti sem haldið er samkvæmt lögum og reglum SSÍ/FINA enda hafi mótið verið skráð og úrslitum skilað til SSÍ.
6.2.1
Tími telst almennt gildur innan tólf mánaða tímabils eða frá upphafi samsvarandi móts árið áður.
6.2.2.
Tíma á að skrá í samræmi við þá brautarlengd sem mót fer fram í. Tímum úr brautum af annarri lengd skal breyta samkvæmt tímastaðli SSÍ og merkja sérstaklega í skráningu.
6.2.3
Ef tími keppanda er rangt skráður skal sá keppandi raðast í riðil miðað við að hann eigi ekki gildan tíma í greininni eða missa þátttökurétt ef um tímalágmörk á viðkomandi mót er að ræða. Jafnframt er félagi hans gert að greiða sekt að fjárhæð sem tilgreind er í verðskrá SSÍ á hverjum tíma.
6.2.4
Íslenskt sundfólk sem stundar æfingar í sundi, en býr erlendis og sannanlega getur ekki náð lágmarkstímum á Íslandsmeistaramót í réttri eða umreiknaðri brautarlengd samkvæmt Almennum ákvæðum SSÍ, getur sótt um heimild til keppni á Íslandsmeistaramóti, til skrifstofu SSÍ með minnst fjögurra vikna fyrirvara. Þessir einstaklingar eru þá skráðir án tíma (NT) í viðkomandi greinum.
6.2.5
Á SSÍ mótum skulu boðsundssveitir skráðar á besta tíma þeirra einstaklinga sem skipa sveitina skv. gagnagrunni SSÍ hverju sinni þegar keppt er í undanrásum eða í beinum úrslitum. Röðun á brautir fer þá eftir almennum venjum um röðun á brautir miðað við skráningartíma. Árangur boðsundssveita ræður að öðru leyti röðun þeirra á brautir.
6.3 – Tímastaðlar
Stjórn SSÍ gefur út reiknireglu til að meta árangur milli eftirtalinna brautarlengda: 12,5 metra, 16 2/3 metra, 25 metra og 50 metra.
6.3.1
Reiknireglur þessar skulu uppfærðar eftir þörfum þegar stjórn SSÍ gefur út lágmörk og viðmið verkefna næsta sundárs á eftir.
6.3.2
Umreiknaður tími skal merktur sérstaklega í skráningu á mót. Umreiknaður tími getur aldrei orðið betri en Íslandsmet í greininni í viðkomandi brautarlengd og skal í þeim tilfellum skrá umreiknaðan tíma amk 1/100 yfir gildandi meti.
IX. KAFLI – Reglugerðir um Íslandsmót
a) Opna Íslands- og Unglingameistaramótið í 50 m laug (ÍM50)
1. grein
Íslands- og Unglingameistaramót í 50 m laug skal haldið ár hvert, á tímabilinu frá seinni hluta mars til fyrri hluta apríl. Mótið skal vera opið og auglýst í mótaskrá LEN.
2. grein
Stjórn SSÍ ákveður fjölda mótsdaga og tilkynnir skipulag mótsins og mótsstað með a.m.k. tveggja mánaða fyrirvara. Þá daga sem mótið fer fram er óheimilt að stofna til annarrar sundkeppni á vegum sambandsaðila SSÍ.
Heimilt er að halda Íslandsmót fatlaðra í sundi samhliða og í tengslum við ÍM50.
3. grein
Lágmörk á ÍM50 eru ákveðin af stjórn SSÍ. Lágmörk eru gefin út árlega. Stjórn SSÍ hefur tillögur þjálfaranefndar SSÍ og yfirmanns landsliðsmála til hliðsjónar við ákvörðun sína um lágmörk. Skráningartímar mega ekki vera eldri en 12 mánaða eða frá upphafsdegi ÍM50 árið áður, sbr. almenn ákvæði SSÍ.
Lágmarkatímar skulu miðast við 50m laug en gildum tímum má ná í 25m laug en skulu skráningartímar þá umreiknaðir skv. staðfestri reiknireglu sem stjórn SSÍ gefur út.
Sé keppandi með að minnsta kosti 1 lágmark, má viðkomandi bæta við sig allt að tveimur greinum, óháð lágmörkum. Viðkomandi verður að eiga gildan tíma í greinum sem bætt er við. Ekki er hægt að synda 800m og 1500m skriðsund án lágmarka. Aukagreinar eru settar inn samhliða öðrum skráningum og skulu tilkynntar sérstaklega í tölvupósti.
4. grein
Á mótinu skal keppt í eftirtöldum greinum í karla og kvennaflokkum:
Skriðsund 1500 m skriðsund 800 m skriðsund 400 m skriðsund 200 m skriðsund 100 m skriðsund 50 m skriðsund Flugsund 200 m flugsund 100 m flugsund 50 m flugsund Fjórsund 400 m fjórsund 200 m fjórsund |
Bringusund 200 m bringusund 100 m bringusund 50 m bringusund Baksund 200 m baksund 100 m baksund 50 m baksund Boðsund (bein úrslit) 4x100 m fjórsund 4x200 m skriðsund 4x100 m skriðsund
|
5. grein
Undanrásir og úrslit á Íslandsmeistaramótinu fara fram í 50m, 100m, 200m og 400m greinum og synda 6 eða 8 keppendur til úrslita sem bestum tíma ná í undanrásum en þó aldrei fleiri en tveir erlendir ríkisborgarar í hverri grein. Í 800m og 1500m greinum fara fram bein úrslit þannig að hraðasti riðill syndir í úrslitahluta en aðrir riðlar í undanrásahluta mótsins.
Keppt er í boðsundum í beinum úrslitum í lok hvers keppnishluta.
Ekki er heimilt að fella niður undanrásir þó fjöldi keppenda fylli einungis einn riðil.
Unglingameistaramótið fer fram í undanrásum á sama hátt. 800 m og 1500 m greinar eru syntar í beinum úrslitum. Boðsund eru ekki hluti af Unglingameistaramótinu.
6. grein
Verðlaun eru veitt með tvennum hætti. Annars vegar eru veitt verðlaun í opnum flokkum karla og kvenna fyrir fyrstu þrjú sætin í hverri grein á mótinu og hins vegar eru veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í unglingaflokki. Verðlaunaafhending fer fram í úrslitahluta.
Einungis íslenskir ríkisborgarar geta hlotið titilinn Íslandsmeistari og veita skal sérstök verðlaun í keppni um fyrstu þrjú sætin í keppni um Íslandsmeistaratitil keppi erlendir ríkisborgarar á mótinu.
Erlendir ríkisborgarar geta hlotið titilinn Unglingameistari að því tilskyldu að viðkomandi keppi fyrir íslenskt félag.
7. grein
Heimilt er að veita sérstakar viðurkenningar fyrir afrek unnin á mótinu eða milli ára. Slíkum viðurkenningum skal fylgja reglugerð sem staðfest hefur verið af stjórn SSÍ.
8. grein
Starfsmannafund eða -fundi skal halda samkvæmt nánari auglýsingu fyrir upphaf móts/mótshluta.
------> Bein úrslit <------
Streymt verður beint á YouTube rás Sundsambandsins.
1. hluti - Laugardagur fyrir hádegi - undanrásir
2. hluti - Laugardagur eftir hádegi - úrslit
3. hluti - Sunnudagur fyrir hádegi - undanrásir
4. hluti - Sunnudagur eftir hádegi - úrslit
5. hluti - Mánudagur fyrir hádegi - undanrásir
6. hluti - Mánudagur eftir hádegi - úrslit