Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmeistaramót í 50 m laug 2022

Velkomin á upplýsingasíðu ÍM50 2022

Íslandsmeistaramótið í 50m laug verður haldið í Laugardalslaug í Reykjavík dagana 8-10. apríl nk.  

Skráningar

Skráningarfrestur rennur út þriðjudaginn 22. Mars. Við minnum á að skila „Proof of Time“ skjali samhliða skráningum. Öðruvísi verða skráningar ekki teknar gildar. 

 Félög skulu skila inn skráningum úr Splash Team Manager en skráningarformið er að finna á heimasíðu mótsins. Einnig er í boði að skrá rafrænt á dagatali Swimrankings á www.swimrankings.net/manager. Ekki verður tekið við skráningum í öðru formi nema við sérstakar kringumstæður.
Leiðbeiningar: https://www.swimrankings.net/index.php?page=entryDetail

Við biðjum þjálfara og formenn að virða þessar dagsetningar og kynna sér vel reglur varðandi skráningar á sundmót SSÍ.
Skráningar og fyrirspurnir sendast með rafrænum hætti á sundmot@iceswim.is. Félög skulu skila inn lista yfir þjálfara og liðstjóra samhliða skráningum sundmanna.

  • Íslandsmót fatlaðra verður áfram haldið á sama tíma í samstarfi við Íþróttasamband Fatlaðra (ÍF). Það þýðir að keppendur undir ÍF munu synda með keppendum SSÍ í riðlum.
     Keppendur ÍF verða á öðrum lágmörkum en keppendur SSÍ en verða engu að síður raðað í riðla eftir skráðum tíma. Keppt verður eftir reglugerð SSÍ. 

Skráning starfsmanna mótsins

Skráningar dómara sendast á Dómaranefnd SSÍ – skraningssimot@gmail.com
Skráning starfsmanna, annarra en dómara, á ÍM50 verður í opnu Google Doc skjali sem hægt er að skoða hér:

Starfsmannaskjal ÍM50 2022

Hægt er að skrá sig í skjalið beint og uppfærist það sjálfkrafa. Því er tryggt að nýjasta útgáfan er alltaf sú sem þú skoðar.
Ef villa er í skjalinu eða vandræði að skrá, vinsamlegast hafið þá samband við undirritaðan (emil@iceswim.is eða 663-0423)

  • Náist ekki fullnægjandi skráning starfsmanna á mótshluta, verður þeim mótshluta frestað og/eða aflýst. 


Skráning starfsmanna: 

Dómarar skrá sig með því að senda póst á skraningssimot@gmail.com

Starfsmenn, aðrir en dómarar, sendi póst á sundmot@iceswim.is eða skrá sig beint í Google Doc skjalið:

 Mikilvægt er að hvert félag passi vel upp á að þeir skili réttu hlutfalli starfsmanna svo mótið gangi snuðrulaust fyrir sig.

Dómarar og tæknimenn þurfa að vera mættir 45 mínútum áður en keppni hefst.