Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjórða og síðasta degi lokið á Smáþjóðaleikunum

31.05.2013

Þá er fjórða og síðasta deginum á Smáþjóðaleikunum lokið. Afrakstur dagsins er 4 gull, 1 silfur, 3 brons og 2 mótsmet.

Jóhanna Gerða og Eygló Ósk Gústafsdætur hófu þennan síðasta hluta á því að næla í gull og silfur í 400m fjórsundi. Jóhanna hafði betur á tímanum 4:54,57 og bætti þar með mótsmet Ingu Elínar Cryer frá árinu 2009 sem var 5:03,66. Eygló Ósk fylgdi fast á eftir og kom í bakkann á tímanum 4:55,17.

Í 400m fjórsundi karla sigraði Anton Sveinn McKee á tímanum 4:27,29 sem einnig er mótsmet. Kristinn Þórarinsson synti á tímanum 4:39,93 sem skilaði honum í fjórða sæti.

Næstar stungu þær Inga Elín og Rebekka Jaferian sér til sunds í 800m skriðsundi. Inga Elín náði í brons á tímanum 9:09,35. Rebekka kom þar á eftir í fjórða sæti á 9:34,34.

Anton Sveinn sigraði svo 1500m skriðsund á tímanum 16:11,97 og Arnór Stefánsson synti á 16:22,90 sem skilaði honum í þriðja sætið.

Mótinu lauk svo á 4x100m skriðsundi og sigraði kvennasveitin á tímanum 3:49,75, og bætti þar eigið mótsmet frá árinu 2011. Sveitina skipuðu þær Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, Karen Sif Vilhjálmsdóttir, Eygló Ósk og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Strákarnir lentu í þriðja sæti í sínum riðli á tímanum 3:29,00. Sveitina skipuðu Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Aron Örn Stefánsson, Alexander Jóhannesson og Anton Sveinn.

Til hamingju!

Til baka