Bryndís syndir í dag
Bryndís Rún Hansen úr Óðni syndir 100 metra skriðsund í dag uþb kl. 10:35 á staðartíma eða ca 15:35 á íslenskum tíma. Þá eru einnig á dagskrá tvö boðsund sem Íslendingar taka þátt í, en það eru 4x50 metra fjórsund kvenna og þar synda í þessari röð: Egló Ósk Gústafsdóttir baksund, Hrafnhildur Lúthersdóttir bringusund, Bryndís Rún Hansen flugsund og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir skriðsund. Hitt boðsundið er svo 4x50 metra skriðsund í kynblönduðum flokki þar sem synda tveir karlar og tvær konur. Ekki er frágengið hvernig sú sveit verður skipuð þegar þetta er ritað.
Við vonumst til að sjá Bryndísi Rún í milliriðlum, en hún þarf að bæta sig eitthvað til að svo geti orðið og einnig er ágætur möguleiki að kvennasveitin nái í úrslit. Óvíst er með blönduðu sveitina, en eins og áður hefur verið sagt hér á þessari síðu, þá getur allt gerst.