Beint á efnisyfirlit síðunnar

Úrslit í boðsundskeppni grunnskóla 2018

13.03.2018

Boðsundskeppni grunnskóla lauk í Ásvallalaug um hádegið.  Það var gríðarlega mikil og góð stemmning í lauginni hjá þeim 544 keppendum frá 34  skólum sem tóku þátt í morgun.

Keppt er í boðsundi 8x25m og eru 4 strákar og 4 stelpur í hverju liði, hver skóli má senda eins mörg lið og þeir vilja.

Kynnar voru þeir Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergman Eiðson en þeir héldu uppi góðri stemmningu í húsinu á meðan á keppninni stóð.

Sigurvegararar í 5. – 7. bekk  annað árið í röð var Víðistaðaskóli í öðru sæti var það Hraunvallaskóli og í því þriðja sæti Akurskóli.

Sigurvegarar annað árið í röð í 8. – 10 bekk var Hagaskóli í öðru sæti var Réttarholtsskóli og í því þriðja sæti Akurskóli.

https://www.facebook.com/pg/sundsamband/photos/?tab=album&album_id=2100990920133955

https://www.facebook.com/pg/sundsamband/photos/?tab=album&album_id=2101014373464943

Úrslit 5. – 7 bekkur

1. Víðistaðaskóli  2:02.55

2. Hraunvallaskóli 2:07.83

3. Akurskóli  2:08.12

 

Úrslit – 8. – 10 bekkur

1. Hagaskóli 1:47.91

2. Réttarholtsskóli 1:53.59

3. Akurskóli  1:54.31

Heildarúrslit Grunnskólamóts í sundi 2018.pdf

Myndir með frétt

Til baka