Beint á efnisyfirlit síðunnar

Atburðadagatal uppfært

17.03.2021

Atburðadagatalið var uppfært rétt í þessu.

Í vikunni hafa verið að berast upplýsingar um dagsetningar og staðsetningar móta sumarsins og þess vegna tími til að uppfæra Atburðadagatalið okkar.

Æfingabúðir landsliðshópa voru settar inn fyrstu tvær helgarnar í maí. 

EMU, Evrópumeistaramót Unglinga verður haldið í Róm á Ítalíu dagana 6-11. júlí. 

NÆM, Norðurlandameistaramót Æskunnar verður haldið í Vilnius í Litháen dagana 10-11. júlí.

Í skoðun er að setja upp keppnisverkefni fyrir landsliðshópa í Þórshöfn í Færeyjum og Bergen í Noregi helgina 11-13. júní. Þessi keppnisverkefni velta mikið á ástandinu í samfélaginu þegar nær dregur og verður skýrt nánar frá þeim síðar.

Atburðadagatal 2020-2021 - uppfært 17.03.21

Til baka