Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundþing 2023

28.04.2023

Það var fjölmennur og glæsilegur hópur sem sótti Sundþing Sundsambands Íslands sem fram fór í húsakynnum ÍSÍ

í gærkvöldi.  Tæplega 60 manns sátu þingið og voru þingforsetar þau Ingibjörg Isaksen fyrrum sundkona og núverandi Alþingiskona og sundgarpurinn og rektorinn Steinn Jóhannsson. Þau eiga miklar þakkir skildar fyrir virkilega gott starf á þinginu sem fór fram í alla staði mjög vel. Góðar umræður sköpuðust í nefndum þingsins og það var virkilega gaman að sjá nýtt fólk á þinginu sem er að stíga sín fyrstu skref í sundhreyfingunni. 

Kosið var í stjórn SSÍ á þinginu og var Björn Sigurðsson núverandi formaður SSÍ sjálfkjörin til ársins 2025.

Meðstjórnendur eru þau Árni Stefánsson ÍBR, Bjarney Guðbjörnsdóttir ÍA, Júlía Þorvaldsdóttir ÍBR, Guðrún Rósa Þorsteinsdóttir ÍBA, Guðrún Pálsdóttir ÍRB, Viktoría Gísladóttir UMSK, Leifur Guðni Grétarsson ÍA og Hörður J Oddfríðarson ÍBR.

Þær Guðrún Rósa ÍBA og Guðrún Pálsdóttir UMFN koma nýjar inn í stjórnina að þessu sinni. Elsa María Guðmundsdóttir sem hefur verið í sundhreyfingunni í tugi ára, gaf ekki kost á sér og það sama gilti um Odd Örnólfsson.  Þeim er þakkað fyrir góð störf í þágu hreyfingarinnar.

Að loknu þinghaldi var boðið upp á veitingar og heiðursviðurkenningar veittar fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu hreyfingarinnar og einnig voru tvær boðsundssveitir sem þreytt hafa Ermasundið veitt silfur merki SSÍ fyrir frábært afrek.

Þau sem hlutu gullmerki SSÍ voru eftirfarandi:

Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og fyrrum formaður SH, fyrir margvísleg störf fyrir sundhreyfinguna á Íslandi

 

Björn Valdimarsson formaður Sundráðs Reykjavíkur, fyrir ýmis störf fyrir sundhreyfinguna á Ísland, en hann hefur starfað í á annan tug ára sem sunddómari á er alþjóðlegur dómari og er starfandi í Dómaranefnd SSÍ.

 

Kristín Guðmundsdóttir formaður sundnefndar fatlaðra, fyrir ýmis störf fyrir sundhreyfinguna á Íslandi. Kristín er fyrsti sunddómari á Íslandi sem komst á lista yfir Alþjóðlega dómara í sundi, það var fyrir rúmlega 30 árum síðan. Kristín hefur starfað í tugi ára sem landsliðsþjálfari hjá ÍF, Íþróttasambandi fatlaðra.

 

Þingið samþykkti að veita Benedikti Sigurðarsyni fyrrum formaður SSÍ gullmerki, fyrir ýmis störf fyrir sundhreyfinguna í Íslandi. Hann mun fá sitt merki afhent á Aldursflokkameistaramótinu sem fram fer á Akureyri í sumar.

 

Þau sem hlutu silfurmerki

Björn Sigurðsson formaður SSÍ fyrir virkilega góða formennsku síðustu 4. ár og önnur störf fyrir sundhreyfinguna á Íslandi.

Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála fyrir frábær störf og gott skipulag fyrir sundhreyfinguna á Íslandi

Elsa María Guðmundsdóttir er fráfarandi stjórnarmaður SSÍ, fyrir ýmis störf fyrir sundhreyfinguna á Íslandi

Hilmar Örn Jónasson fráfarandi stjórnamaður SSÍ, fyrir ýmis störf fyrir sundhreyfinguna á Íslandi

Anna Gunnlaugsdóttir gjaldkeri sundráðs ÍRB og hlaupari með meiru og mjög dugleg og öflugur sjálboðaliði á sundmótum SSÍ til fjölda ára.

 

Það voru svo Ermasundsboðsundsveitirnar sem fengu silfurmerki fyrir frábært afrek.

Ermasund boðsund synt 7. Júní 2022 á 16 klukkustundum og 4 mínútum.

Þær söfnuðu hálfri milljón sem runnu óskiptar Jl Stóamsamtaka Íslands. Ein úr hópnum synJ með stoma en það var í fyrsta skipJ sem stómaþegi synJ yfir Ermasundið.

Nöfn

Bjarnþóra Egilsdóttir

Elsa Valsdóttir

Guðmunda Elíasdóttir

Harpa Leifsdóttir

Jórunn Atladóttir

Sigríður Lárusdóttir

 

Ermasund boðsund synt 10. september 2019 Markmiðið með boðsundinu var að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur söfnuðu áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. Þær syntu á 15 klukkustundum.

Sigurlaug María Jónsdóttir

Sigrún Þ Geirsdóttir (hefur synt ein yfir Ermasundið)

Halldóra Gyða Matthíasdóttir

Birna Bragadóttir

Þórey Þöll Vilhjálmsdóttir

Brynhildur Ólafsdóttir

 

Myndir með frétt

Til baka