Sundþing SSÍ
Úr lögum SSÍ
5. grein (úr Lögum SSÍ, samþykkt á Sundþingi 2015)
Sundþing fer með æðsta vald í málum SSÍ. Sundþing sitja fulltrúar héraðssambanda og íþróttabandalaga ásamt fulltrúum félaga sem eiga aðild að SSÍ.
Hvert héraðssamband/íþróttabandalag má senda einn fulltrúa á sundþing. Hvert félag sem á skráða iðkenndur við næstu áramót fyrir sundþing, á rétt á tveimur fulltrúum fyrir allt að 30 virka iðkenndur í sundíþróttum og einum fulltrúa fyrir hverja 30 iðkenndur í sundíþróttum eða brot úr þeirri tölu eftir það. Að auki mega félög sem eiga skráða keppendur í sundíþróttum senda 1 fulltrúa til viðbótar á sundþing fyrir hverja 50 keppendur eða brot úr þeirri tölu eftir það.
Sundþing skal haldið annað hvert ár, á oddatöluári, jafnan í febrúar eða mars. Stjórn SSÍ boðar og staðfestir staðsetningu og fyrirkomulag sundþings með minnst 6 vikna fyrirvara. Málefni og tillögur, sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skulu kynnt stjórn SSÍ minnst mánuði fyrir þing. Þá kynnir stjórn SSÍ sambandsaðilum dagskrá og málefni þingsins í síðasta lagi hálfum mánuði fyrir þingið.
Sundþing er lögmætt, ef löglega hefur verið til þess boðað. Rafræn boðun er lögmæt ásamt tilkynningu á heimasíðu SSÍ. Ekki er heimilt að stofna til keppni í sundíþróttum þá daga sem sundþing fer fram og þá er óheimilt er að halda sundþing á sömu dögum og íþróttaþing eða formannafundir ÍSÍ fara fram.
Þau ár sem sundþing er ekki haldið boðar stjórn til formannafundar í febrúar.
Sundþing 2025
66. þing Sundsambands Íslands verður haldið í húsakynnum SÁÁ í Efstaleiti 29. mars 2025 frá kl: 11 - 18. Þingstörf verða með hefðbundnum hætti. Þingforsetar verða þau Guðmundur Óskarsson formaður golfklúbbsins Keilis og Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA.
Ársreikningur SSÍ (þingskjal 6) verður skoðaður af skoðunarmönnum reikninga fyrir 20. mars og verða settir hér inn um leið og þeir hafa verið staðfestir ásamt fjárhagsáætlun (þingskjal 8) til ársins 2027.
Skýrsla stjórnar (þingskjal 5) hangir aðeins saman við reikningar og kemur inn á næstu dögum.
Þá verður listi með heiðursviðurkenningum (þingskjal 7) birt á þinginu sjálfu Gögn 66. þings Sundsambands Íslandser hægt að finna hér