Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opna Íslandsmótið í Garpasundi 2025

Íslandsmótið í garpasundi (IMOC) verður haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 2. og 3. maí 2025. Keppt er í 25m laug.
Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 24. apríl 2025. Þeir sem ekki hafa yfir að ráða Splash forriti geta sent skráningar í tölvupósti á netfangið sundmot@iceswim.is. Mikilvægt er að fram komi fullt nafn, kennitala, félag, greinar og skráningartímar. Hægt verður að leiðrétta skráningar fram til kl.12 að hádegi þriðjudaginn 29. apríl 2025.

 Eigi einstaklingur ekki ekki gildan tíma í grein sem hann vill synda á mótinu má hann skrá sig á áætluðum tíma, sem t.d. hefur náðst á æfingu. Þetta er gert til að auðvelda gerð tímaáætlunar og jafna riðlana á mótinu. Gott er að miða við tíma sem synt var á innan síðustu þriggja ára. Öllum er þó ennþá frjálst að skrá sig án tíma (No Time, NT).

 Endanlegur keppendalisti fyrir mótið verður svo gefinn út fimmtudaginn 1. maí 2025
 Skráningar sendast með tölvupósti á sundmot@iceswim.is

Starfsmannaskráning

Skráningargjald er 1500 kr fyrir hverja einstaklingsgrein og 2500 kr fyrir hverja boðsundsgrein.
 Einnig vekjum við athygli á Keppnispassa SSÍ skv verðskrá SSÍ sem má nálgast hér

Seinskráningargjald bætist við skráningar sem berast eftir að skráningarfrestur er liðinn.

 

LOKAHÓF:

Upplýsingar um lokahóf koma hér inn þegar nær dregur.

 

Keppendalistar, ráslistar, úrslit ofl.

Hér er hægt að nálgast keppendalista, ráslista, bein úrslit, dagskrá og fleira.

Streymi frá mótinu

Streymt verður frá mótinu í beinni útsendingu og er hægt að fylgjast með hér.

    Hægt er að skrá sig beint í skjalið hér að neðan.

    IMOC 2019 í Laugardalslaug, Reykjavík:
    IMOC 2019 - Heildarúrslit PDF
    IMOC 2019 - Heildarúrslit Splash
    IMOC 2018 í Ásvallalaug, Hafnarfirði:
    IMOC 2018 - Heildarúrslit PDF
     
    Úrslit IMOC 2017 í Ásvallalaug, Hafnarfirði:
    IMOC 2017 Heildarúrslit.pdf 

    Úrslit IMOC 2016 í Ásvallalaug, Hafnarfirði:
    IMOC2016_Results_pdf
    IMOC2016_full_results_lenex (Splash)
     
    Úrslit IMOC 2015 í Vestmannaeyjum:
    IMOC_2015_heildarurslit.pdf
    IMOC 2015 Splash úrslit 

    Úrslit IMOC 2014
    Úrslit IMOC 2014 af heimasíðu Breiðabliks

    Úrslit IMOC 2013:
    Úrslit IMOC 2013.pdf
    Hy-tek - úrslit IMOC 2013.zip

    1. grein

    Mótið heitir Opna Íslandsmeistaramótið í Garpasundi (Icelandic Masters Open Championsip, IMOC) og skal haldið ár hvert í apríl eða maí.

    2. grein

    Mótið skal vera opið alþjóðlegt sundmót.

    3. grein

    Mótið skal haldið í 25 m laug. Sækja skal um að halda mótið skv. 3. grein Almennra ákvæða Sundsambands Íslands.

    4. grein

    Hver keppandi má aðeins keppa einu sinni í hverri grein boðsunds en hvert félag má senda fleiri en eitt lið til keppni.

    5. grein

    Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

    Fyrri dagur

    1. Karla/men A-O 800 m skrið/free
    2. Kvenna/women A-O 800 m skrið/free
    3. Karla/men A-O 50 m flug/fly
    4. Kvenna/women A-O 50 m flug/fly
    5. Karla/men A-O 100 m bringa/breast
    6. Kvenna/women A-O 100 m bringa/breast
    7. Karla/men A-O 50 m skrið/free
    8. Kvenna/women A-O 50 m skrið/free
    Hlé/Break 10 mín.
    9. . Kvenna/women A-O A, B, C, D, E og/and F 4 x 50 m skrið/free
    10. Karla/men A-O A, B, C, D, E og/and F 4 x 50 m skrið/free

    Seinni dagur

    Fyrri hluti

    11. Kvenna/women A-O 400 m skrið/free
    12. Karla/men A-O 400 m skrið/free
    13. Kvenna/women A-O 100 m flug/fly
    14. Karla/men A-O 100 m flug/fly
    15. Kvenna/women A-O 50 m bringa/breast
    16. Karla/men A-O 50 m bringa/breast
    17. Kvenna/women A-O 100 m bak/back
    18. Karla/men A-O 100 m bak/back
    19. Kvenna/women A-O 200 m skrið/free
    20. Karla/men A-O 200 m skrið/free
    21. Kvenna/women A-O 100 m fjór/medley
    22. Karla/men A-O 100 m fjór/medley
    Hlé/break 10 mín
    23. 2 karlar/men + 2 konur/women A, B, C, D, E, og/and F 4 x 50 m fjór/medley

    Seinni hluti

    24. Karla/men A-O 200 m fjór/medley
    25. Kvenna/women A-O 200 m fjór/medley
    26. Karla/men A-O 50 m bak/back
    27. Kvenna/women A-O 50 m bak/back
    28. Karla/men A-O 200 m bringa/breast
    29. Kvenna/women A-O 200 m bringa/breast
    30. Karla/men A-O 100 m skrið/free
    31. Kvenna/women A-O 100 m skrið/free
    Hlé/break 10 mín
    32. Kvenna/women A-O A, B, C, D, E og/and F 4 x 50 m fjór/medley
    33. Karlar/men A-O A, B, C, D, E og/and F 4 x 50 m fjór/medley

    Aldursflokkaskipting / Age group
    20 - 24 ára keppa sem gestir og skulu ekki reiknast til stiga.
    20-24 25-29 30-34 35-39 40-44
    45-49 50-54 55-59 60-64 65-69
    70-74 75-79 80-84 85-90 90+

    Aldursflokkaskipting í 4x50 m boðsundi / Age groups in 4x50 m medley and free
    A = 100 - 119 B = 120 - 159 C = 160 - 199
    D = 200 - 239 E = 240 - 279 F = 280 -

    6. grein

    Fyrir keppni í einstaklingssundum skal veita verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti. Fyrir keppni í
    boðsundum skal veita verðlaun fyrir fyrsta sæti. Allir þátttakendur skulu fá viðurkenningarskjöl og skal mótshaldari standa straum af kostnaði vegna verðlauna.

    7. grein

    Stig skulu veitt fyrir hvert sæti í einstaklingssundi sem hér segir: 9, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1 en helmingi fleiri stig fyrir boðsund. Stigahæsta félagið skal hljóta farandbikar. Til að eignast bikarinn skal vinna hann þrjú ár í röð eða fimm sinnum alls. Ef félögin eru jöfn að stigum skulu boðsundin ráða röð þeirra.

    8. grein

    Tæknifund eða -fundi skal halda samkvæmt nánari auglýsingu fyrir upphaf móts