Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

22.07.2015

Ólympíuhátíð Æskunnar í Tbilisi

Í morgun lögðu sundmennirnir Stefanía Sigurþórsdóttir úr ÍRB, Ólafur Sigurðsson úr SH og Ragnheiður Runólfsdóttir leið sína til Stokkhólms ásamt ungum og efnilegum íþróttamönnum úr öðrum íþróttagreinum. Á laugardaginn halda þau ferð sinni áfram til Tbilisi þar sem þau taka þátt í Ólympíuhátíð Æskunnar sem hefst 26. júlí Fréttir frá fyrsta degi: Fyrsti dagurinn á þessu spennandi ferðalagi gekk vel hjá sundhópnum okkar. Liðið mætti snemma í flugstöðina og gekk allt eins og í sögu. Krakkarnir vel stemmdir og gaman að hitta krakkana úr hinum greinunum. Eftir að allir voru búnir að næra sig og hvíla sig aðeins hófst flugferð til Stokkhólmar. Við lentum um hádegi þar og var þá rúta tilbúin til að rúnta með okkur til Bosön sem er um klukkutíma akstur frá Arlanda. Staðurinn sem við gistum á er uppbyggður af sænska íþróttasambandinu og hér er hægt að æfa margar íþróttir. Ekki eru nóg og góðar aðstæður fyrir sundhópinn svo við sóttum æfinguna okkar í dag niður í miðbæ Stokkhólmar. Eriksdalbadet heitir laugin og er glæsileg. Tvær 50 m. innilaugar og allskyns útilaugar og dýfingartankar. Við æfum í henni næstu tvo daga. Krakkarnir okkar tóku góða æfingu í dag eftir að við komum. Á morgun æfum við tvisvar. Matur og gisting er mjög góð og það fer vel um okkur hérna í svíaveldi. Við tökum nokkrar myndir á morgun til að sýna ykkur heima hvað við erum að gera. Sendum heitar sumarkveðjur frá sundliðinu á leið til Tiblisis.
Nánar ...
15.07.2015

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Sundsambands Íslands verður lokuð frá miðvikudegi 15. júlí til og með þriðjudegi 4. ágúst vegna sumarleyfa. Erindum verður svarað við fyrsta mögulega tækifæri. Ef erindi þarfnast flýtiúrlausnar er hægt að ná í Hörð, formann SSÍ í síma 770-6067 eða með rafpósti formadur@sundsamband.is
Nánar ...
08.07.2015

UMFS óskar eftir sundþjálfara

Starfið felst í þjálfun barna og unglinga ásamt öðrum verkefnum sem falla undir starfssvið þjálfara s.s. rafrænar skráningar iðkenda, skráningar á mót og skráning á árangri iðkenda. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjálfun og/eða menntun á sviði íþróttafræða. Þekking á forritum frá Hy-tek og Splash er æskileg. Viðkomandi verður að geta unnið með börnum og unglingum og verið þeim góð fyrirmynd. Nánari upplýsingar gefa Sigríður Runólfsdóttir formaður sunddeildar í síma 895-9716 og Gissur Jónsson framkvæmdastjóri Umf. Selfoss í síma 894-5070. Umsóknir skulu sendast á sigrid@husa.is.
Nánar ...
29.06.2015

ÍRB aldursflokkameistari félaga 2015

Mikið var um dýrðir á Akureyri um síðustu helgi þegar AMÍ fór fram á Akureyri. ÍRB sigraði með yfirburðum og Breiðablik skaut SH og Ægi ref fyrir rass og náði 2. sætinu.
Nánar ...
25.06.2015

AMÍ 2015 á Akureyri hafið

Aldursflokkameistaramótið í sundi hófst í morgun í sól og blíðu hér í Sundlaug Akureyrar þegar fyrsti riðill í 1500m skriðsundi karla stakk sér til sunds. Mótið er stórt í sniðum í ár en keppt er til verðlauna og stiga í öllum árgöngum alveg frá 10 ára og yngri upp til 18 ára og eldri. 20 lið eru skráð
Nánar ...
22.06.2015

Hrafnhildur og Ingibjörg kepptu um helgina

Hrafnhildur og Ingibjörg kepptu um helgina á sundmóti í Santa Clara í Kaliforníu. Hrafnhildur synti 200m bringusund á tímanum 2.25.61, Íslandsmetið á hún sjálf 2.25.39 hún varð önnur í sundinu. Hrafnhildur synti einnig 100m bringusund á tímanum 1.08.40 og varð fjórða. Þetta var góður undirbúningur fyrir Heimsmeistarmótið sem fram fer í Kazan í ágúst. Ingibjörg Kristín synti 50m baksund á 25.39 og 50m skriðsund 26.55. Ingibjörg náði aftur B-lágmarki fyrir Heimsmeistarmótið í ágúst en það dugar henni ekki til þátttöku að þessu sinni.
Nánar ...
11.06.2015

Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ verður að þessu sinni haldið á Blönduósi en þetta er í fimmta sinn sem mótið er haldið. Mótin hafa notið mikilla vinsælda og verið vel sótt. Öll keppnisdagskráin fer fram á Blönduósi. Mótið hefst föstudaginn 26.júní og því lýkur á sunnudaginn 28. júní.
Nánar ...
09.06.2015

Kynning á sundknattleik

Kynning á sundknattleik verður haldin Laugardaginn 13.6.2015 Kl. 12.00 í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Fyrir stráka og stelpur 10 ára og eldri Kynning á sundknattleik/ stuttar tækni æfingar/ leikur Dagmar Gudmundsson – USA sundknattleikslandslið Sundknattleikslið SH og Ármanns Ókeypis aðgangur fyrir nemendur og iþróttakennara
Nánar ...
08.06.2015

Þakkir til ykkar allra

Fyrir hönd Sundsambands Íslands þakka ég öllum þeim sem á einhvern hátt komu að sundkeppninni á Smáþjóðaleikunum, fyrir þeirra framlag. Þið öll sem buðu fram vinnu ykkar sem sjálfboðaliðar, til dómgæslu, tæknivinnu, verðlaunaveitinga, umferðarstýringar, veitingasölu og fleiri starfa, bæði í aðdranda og á leikunum sjálfum. Takk kærlega fyrir ykkar ómetanlega starf. Án ykkar hefði sundkeppnin verið svipur hjá sjón. Þið öll sem tókuð þátt í að undirbúa sundlið Íslands á leikunum beint og óbeint. Takk kærlega fyrir ykkar vinnu, sem gerði okkur kleift að senda til keppni sterkt og samhent lið á leikunum. Þjálfarar, sjúkraþjálfari, flokkstjóri sundliðsins og sundliðið allt. Takk kærlega fyrir skemmtunina og árangurinn. Sundhreyfingin fylgdist stolt með ykkar undirbúningi og árangri. Þið sem komuð til að horfa á sundkeppnina og hvetja íslenska keppendur. Takk kærlega fyrir stuðninginn á heimavelli, hann skilaði sér og við búum að honum áfram. Starfsfólk Laugardalslaugar. Takk kærlega fyrir frábæra samvinnu og útsjónarsemi, ykkar starf er góður bakhjarl sundhreyfingarinnar. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg. Takk kærlega fyrir samstarfið, áhugann og metnaðinn sem smitaði út til okkar hinna. Mannauðurinn sem hreyfingin býr að og blómstraði á leikunum er ómetanlegur. Það er því von mín og vissa að starf ykkar allra á Smáþjóðaleikunum 2015, skili okkur fram á við í uppbyggingu sundíþróttarinnar á Íslandi. Fyrir hönd Sundsambands Íslands Hörður J. Oddfríðarson Formaður SSÍ
Nánar ...
06.06.2015

Svipmyndir frá síðasta keppnisdegi í sundi

Sundkeppninni lauk á Smáþjóðaleikunum í gær. Hér fyrir innan er hlekkur á svipmyndir af síðasta keppnisdegi keppninnar. Við þökkum sjónvarpsstöðinni Hringbraut kærlega fyrir samstarfið að þessu sinni.
Nánar ...
05.06.2015

Sundinu lokið á Smáþjóðaleikunum 2015 - Íslandsmet hjá Hrafnhildi

Sundinu er nú lokið á Smáþjóðaleikunum hér í Reykjavík 2015. Enn á ný stal Hrafnhildur Lúthersdóttir sviðsljósinu en hún setti Íslands- og mótsmet í 400m fjórsundi í kvöld. Hún sigraðiþá greinina á tímanum 4:46,70min. en gamla metið var 4:53,24 og var í eigu Jóhönnu Gerðu Gústafsdóttur, sem varð önnur á tímanum 4:53,56min. Mótsmetið var einnig í eigu Jóhönnu en það var 4:54,57min. Sveit Íslands í 4x100m skriðsundi kvenna bætti einnig landsmetið þegar þær syntu á 3:47,27 sem er bæting um 12/100 úr sekúndu á gamla metinu og var það einnig nýtt mótsmet. Gamla mótsmetið var 3:49,75min. Samantekt af úrslitum dagsins:
Nánar ...
04.06.2015

Íslandsmet hjá Hrafnhildi á þriðja degi - Samantekt

Þriðja og næstsíðasta úrslitahluta Smáþjóðaleikanna í sundi lauk nú rétt í þessu í Laugardalslaug. Árangur íslenska liðsins var góður í kvöld og mjög góð stemning í hópnum. Hrafnhildur Lúthersdóttir hélt áfram að slá metin en hún bætti eigið Íslandsmet í 100m bringusundi þegar hún sigraði greinina á 1:08,07 en gamla metið átti hún sjálf frá því í Berlín í fyrra - 1:08,18. Þá bætti hún einnig mótsmetið í greininni sem var líka í hennar eigu - 1:10,28. Samantekt frá úrslitahlutanum:
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum