Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

31.12.2014

Gleðilegt ár 2015

Stjórn og starfsfólk Sundsambands Íslands óskar þess að við eigum öll framundan gleðilegt og árangursríkt nýtt ár. Við þökkum kærlega fyrir skemmtilegt og gefandi samstarf á liðnum árum og hvetjum alla sem hafa áhuga á sundíþróttum að prófa eitthvað nýtt á árinu 2015. Af nógu er að taka, dýfingar, sundknattleikur, samhæfð sundfimi, víðavatnssund sem sumir vilja kalla sjósund og svo auðvitað sundaðferðirnar fjórar. Vonandi verða áramótin ykkur skemmtileg hvatning til góðra verka á nýju ári.
Nánar ...
19.12.2014

Sundfólk ársins - Afhending silfurmerkja

Í samræmi við samþykktir SSÍ um val á sundfólki ársins er ljóst að Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi, er sundkona ársins 2014 og Anton Sveinn McKee, einnig Sundfélaginu Ægi, er sundmaður ársins 2014. Eftirfarandi viðmið gilda fyrir valið:
Nánar ...
14.12.2014

Harpa setti telpnamet í 400m skriðsundi

Harpa Ingþórsdóttir, SH, setti telpnamet þegar hún kom í mark í 400m skriðsundi á NMU nú seinni partinn. Gamla metið átti hún sjálf frá því á ÍM25 í nóvember síðastliðnum en það var 4:24,08. Harpa synti á 4:21,52 og bætti því metið um 2,56 sekúndur.
Nánar ...
14.12.2014

Baldvin náði í silfur í 200m flugsundi á NMU

Nú rétt í þessu lauk Norðurlandameistaramótinu í Vasby í Svíþjóð. Í úrslitahlutanum áttum við Íslendingar 6 sundmenn í einstaklingsgreinum og sveitir í öllum boðsundum. Íris Ósk Hilmarsdóttir hafnaði sjötta í 200m baksundi á tímanum 2:23,59. Karen Mist Arngeirsdóttir stakk sér næst í 200m bringusundi og endaði í sjöunda sæti á tímanum 2:42,12. Harpa Ingþórsdóttir náði fjórða sæti í 400m skriðsundi með tímann
Nánar ...
14.12.2014

Flottur morgun að baki á NMU.

6 Íslendingar synda ì úrslitum sem synd verða kl. 15:30 að íslenskum tíma. Harpa Ingþórsdóttir synti 400m. skriðsund á 4:26,08 mín. og er 3. inn í úrslit. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir synti 400m. skriðund á 4:28,13mín. og er 5. inn í úrslit. Baldvin Sigmarsson synti 200m. flugsund 2:07,73mín. og er 4. inn í úrslit. Baldvin Sigmarsson synti 200m. bringusund 2:22,06mín. og varð 6. en syndir ekki í úrslitum. Íris Ósk Hilmarsdóttir synti 200m. baksund á 2:23,57min. og varð 7. inn í úrslit. Karen Mist Arngeirsdóttir synti 200m. bringusund á 2:45,72min. og varð 8. inn í úrslit. Hafþór Jón Sigurðsson synti 400m. skriðsund á 4:07,50min. og varð í 11. sæti, bæting 1,29sek. Hafþór Jón syndir í úrslitum í dag, þar sem einungis tveir sundmenn frá hverri þjóð synda í úrslitum. Bryndís Bolladóttir synti 50m. skriðsund á 27,18sek. og varð í 16. sæti í opnum flokki 14-18ára, en Bryndís er á yngsta ári. Katarína Róbertsdóttir synti 200m. baksund á 2:27,81min. og varð í 10. sæti. Þröstur Bjarnason synti 400m. skriðsund á 4:08,05min. og varð í 13. sæti. Arnór Stefánsson synti 400m. skriðsund á 4:09,57min. og varð í 14. sæti. Eftir hádegi verða líka synt boðsund 4*100m. fjórsund karla og kvenna og 8*50m. skriðsund blönduð sveit.
Nánar ...
13.12.2014

Eydís Ósk með brons í 400 fjór

4. hluta lauk nú síðdegis á NMU í Svíþjóð og eignuðumst við okkar fyrsta verðlaunahafa þetta árið. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir synti 400m. fjórsund á 5:00,29 mín. og varð í 3. sæti og bætti sig um 0,88sek. Bryndís Bolladóttir synti 100m. skriðsund á 58,03sek. og varð í 6. sæti. Íris Ósk Hilmarsdóttir gerði ógilt í 400m. fjórsundi. Baldvin Sigmarsson synti 400m. fjórsund 4:36,73mín. og hafnaði í. 8. sæti.
Nánar ...
13.12.2014

3. hluta NMU lokið , úrslit í kvöld

Þriðji hluti NMU var í morgun og eigum við nokkra í úrslitum seinna í dag. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir synti 400m.fjórsund á 5:05,14mín. og er 2. inn í úrslit. Bryndís Bolladóttir synti 100m skriðsund á 58,04sek. og varð 5. inn í úrslit. Íris Ósk Hilmarsdóttir synti 400m fjórsund á 5:13,85min. og varð 7. inn í úrslit. Baldvin Sigmarsson synti 400m fjórsund 4:35,00mín. og er 8. inn í úrslit. Harpa Ingþórsdóttir synti 100m skriðsund á 1:00,36mín. og varð í 13. sæti. Karen Mist Arngeirsdóttir synti 50m bringusund á 34,69sek.,varð í 13.sæti. Arnór Stefánsson synti 100m skriðsund á 54,66sek. og varð 15. Íris Ósk Hilmarsdóttir synti 50m baksund á 31,54sek. og varð í 15. sæti. Þröstur Bjarnason synti 400m fjórsund á 4:43,87min. og varð 12. Úrslit hefjast kl. 16:00 að íslenskum tíma.
Nánar ...
12.12.2014

2. hluta lokið á NMU

Fyrsti úrslitahluti af þremur á NMU í Svíþjóð fór fram nú síðdegis. Karen Mist Arngeirsdóttir stakk sér fyrst Íslendinga í úrslitasund í 100m bringusundi. Þar hafnaði hún í 7. sæti á tímanum 1:15,00. Baldvin Sigmarsson var næstur í 100m bringusundi og hafnaði í 8. sæti á tímanum 1:05,62.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum