Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

06.01.2015

Íþróttamaður ársins - Heiðurshöll ÍSÍ

Hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna til að útnefna íþróttamann ársins 2014 fór fram í Gullhömrum sl. laugardag. Margt var um manninn, allir íþróttamenn sem sérsambönd og íþróttanefndir ÍSÍ höfðu útnefnt fengu viðurkenningu auk þeirra 10 sem urðu efst í kjörinu á íþróttamanni ársins. Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson er Íþróttamaður ársins 2014 að mati íþróttafréttamanna og er vel að titlinum kominn. Í öðru sæti varð Gylfi Sigurðsson og í því þriðja Guðjón Valur Sveinsson. Þrí sundmenn komust á lista yfir þá tíu sem flest atkvæði fengu í kjörinu, en það voru þau Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Jón Margeir Sverrisson, sem reyndar er tilnefndur fyrir íþróttir fatlaðra.
Nánar ...
03.01.2015

Nýárssundmót fatlaðra

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug í dag. Mótið fór vel fram og margir sem náðu persónulegum metum. Sjómannsbikarinn vann að þessu sinni Davíð Þór Torfason úr Sunddeild Fjölnis fyrir 50 metra skriðsund. Hann fékk 542 stig fyrir það sund. Það voru Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra sem afhentu honum bikarinn.
Nánar ...
31.12.2014

Gleðilegt ár 2015

Stjórn og starfsfólk Sundsambands Íslands óskar þess að við eigum öll framundan gleðilegt og árangursríkt nýtt ár. Við þökkum kærlega fyrir skemmtilegt og gefandi samstarf á liðnum árum og hvetjum alla sem hafa áhuga á sundíþróttum að prófa eitthvað nýtt á árinu 2015. Af nógu er að taka, dýfingar, sundknattleikur, samhæfð sundfimi, víðavatnssund sem sumir vilja kalla sjósund og svo auðvitað sundaðferðirnar fjórar. Vonandi verða áramótin ykkur skemmtileg hvatning til góðra verka á nýju ári.
Nánar ...
19.12.2014

Sundfólk ársins - Afhending silfurmerkja

Í samræmi við samþykktir SSÍ um val á sundfólki ársins er ljóst að Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi, er sundkona ársins 2014 og Anton Sveinn McKee, einnig Sundfélaginu Ægi, er sundmaður ársins 2014. Eftirfarandi viðmið gilda fyrir valið:
Nánar ...
14.12.2014

Harpa setti telpnamet í 400m skriðsundi

Harpa Ingþórsdóttir, SH, setti telpnamet þegar hún kom í mark í 400m skriðsundi á NMU nú seinni partinn. Gamla metið átti hún sjálf frá því á ÍM25 í nóvember síðastliðnum en það var 4:24,08. Harpa synti á 4:21,52 og bætti því metið um 2,56 sekúndur.
Nánar ...
14.12.2014

Baldvin náði í silfur í 200m flugsundi á NMU

Nú rétt í þessu lauk Norðurlandameistaramótinu í Vasby í Svíþjóð. Í úrslitahlutanum áttum við Íslendingar 6 sundmenn í einstaklingsgreinum og sveitir í öllum boðsundum. Íris Ósk Hilmarsdóttir hafnaði sjötta í 200m baksundi á tímanum 2:23,59. Karen Mist Arngeirsdóttir stakk sér næst í 200m bringusundi og endaði í sjöunda sæti á tímanum 2:42,12. Harpa Ingþórsdóttir náði fjórða sæti í 400m skriðsundi með tímann
Nánar ...
14.12.2014

Flottur morgun að baki á NMU.

6 Íslendingar synda ì úrslitum sem synd verða kl. 15:30 að íslenskum tíma. Harpa Ingþórsdóttir synti 400m. skriðsund á 4:26,08 mín. og er 3. inn í úrslit. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir synti 400m. skriðund á 4:28,13mín. og er 5. inn í úrslit. Baldvin Sigmarsson synti 200m. flugsund 2:07,73mín. og er 4. inn í úrslit. Baldvin Sigmarsson synti 200m. bringusund 2:22,06mín. og varð 6. en syndir ekki í úrslitum. Íris Ósk Hilmarsdóttir synti 200m. baksund á 2:23,57min. og varð 7. inn í úrslit. Karen Mist Arngeirsdóttir synti 200m. bringusund á 2:45,72min. og varð 8. inn í úrslit. Hafþór Jón Sigurðsson synti 400m. skriðsund á 4:07,50min. og varð í 11. sæti, bæting 1,29sek. Hafþór Jón syndir í úrslitum í dag, þar sem einungis tveir sundmenn frá hverri þjóð synda í úrslitum. Bryndís Bolladóttir synti 50m. skriðsund á 27,18sek. og varð í 16. sæti í opnum flokki 14-18ára, en Bryndís er á yngsta ári. Katarína Róbertsdóttir synti 200m. baksund á 2:27,81min. og varð í 10. sæti. Þröstur Bjarnason synti 400m. skriðsund á 4:08,05min. og varð í 13. sæti. Arnór Stefánsson synti 400m. skriðsund á 4:09,57min. og varð í 14. sæti. Eftir hádegi verða líka synt boðsund 4*100m. fjórsund karla og kvenna og 8*50m. skriðsund blönduð sveit.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum