Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

14.11.2014

4 Íslandsmet og 3 telpnamet á fyrsta degi ÍM25

Uppfært - ÍM25 hófst með hvelli í morgun þegar Karen Mist Arngeirsdóttir úr ÍRB bætti eigið telpnamet í 100m bringusundi en hún synti á 1:12.88. Gamla metið var 1:13,01 frá því í júní á þessu ári. Karen Mist var ekki hætt því hún synti enn hraðar í úrslitum og bætti nokkurra klukkustunda gamalt met um tæpa sekúndu, 1:11,91.
Nánar ...
14.11.2014

ÍM25 að hefjast - Úrslit á SportTV

Nú kl. 10 hefst keppni á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Er þetta þriðja árið í röð sem það er haldið í samvinnu við Sundfélag Hafnarfjarðar enda hefur vel til tekist síðustu ár. Þetta árið eru 136 keppendur skráðir
Nánar ...
06.11.2014

Myndbönd frá ráðstefnu ÍSÍ um afreksstefnur

13. október sl fór fram ráðstefna um stefnumótun í afreksíþróttum. Ráðstefnan var öllum opin, en erindi fluttu Friðrik Einarsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, Óskar Þór Ármannsson sérfræðingur hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Andri Stefánsson sviðstjóri ÍSÍ, Kjartan Ásmundsson frá ÍBR, Arnar Bill Gunnarsson fræðslustjóri KSÍ, Hannes S. Jónsson formaður KKÍ, Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ, Jóhann Steinar Ingimundarson formaður umf. Stjörnunnar og Jeron Bill frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Hollands.
Nánar ...
31.10.2014

Uppskeruhátið eftir ÍM25

Eins og flestir vita nálgast Íslandsmeistaramótið í 25m laug óðfluga en það fer fram helgina 14. til 16. nóvember í Ásvallalaug í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar. Eftir að mótið klárast á sunnudeginum hefur verið hefð að hafa uppskeruhátið og verður engin breyting þar á þetta árið.
Nánar ...
21.10.2014

Elsie Einarsdóttir borin til grafar

Elsie Einarsdóttir sem lést 11. október sl var í dag borin til grafar frá Njarðvíkurkirkju, að viðstöddu miklu fjölmenni. Elsie sat í stjórn SSÍ í nokkur ár og hefur lagt mikið af mörkum fyrir sundhreyfinguna. Hér fyrir innan eru nokkur minningarorð um Elsie.
Nánar ...
20.10.2014

Æfinga- og fræðsludagur SSÍ

Laugardaginn 18. október fór fram fyrsti æfinga- og fræðsludagur tímabilsins á vegum SSÍ en öllum þeim sem tóku þátt í landsliðsverkefnum á síðasta tímabili var boðið.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum