Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

13.04.2014

9 Íslandsmet og 11 aldursflokkamet á ÍM50 - Uppfært

Íslandsmeistaramótinu í 50m laug lauk nú rétt í þessu eftir þriggja daga keppni. Alls féllu 9 Íslandsmet og 11 aldursflokkamet á mótinu, ásamt jöfnun á Íslandsmeti. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir setti Íslandsmet í 400m fjórsundi þegar hún synti til sigurs í úrslitum á tímanum 4:53,24. Gamla metið átti hún
Nánar ...
13.04.2014

Íslandsmet í boðsundi í fimmta hluta ÍM50

Fimmta og næstsíðasta hluta var að ljúka hér í Laugardalslauginni á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug. Fyrsta skráða Íslandsmetið í 4x100 skriðsundi í beinum úrslitum kom í dag en tveir riðlar voru í greininni. Sigurvegari fyrri riðilsins, C sveit SH setti því Íslandsmet á tímanum 3:42,86 en sveitina skipuðu þau Predrag Milos, Kolbeinn Hrafnkelsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Snjólaug Tinna Hansdóttir.
Nánar ...
12.04.2014

Dagur 2 á ÍM50 - Metaregn!

Í morgun hófust undanrásir kl. 10 og og setti Brynjólfur Óli Karlsson, Breiðabliki, drengjamet í 50m baksundi með tímann 29,92. Brynjólfur Óli synti greinina aftur í úrslitum en náði ekki að bæta sig enn frekar. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson háði hörkubaráttu við Kristinn Þórarinsson í greininni en sá fyrrnefndi hafði betur með 7/100 úr sekúndu. Í síðustu grein morgunsins, 4x100m fjórsundsboðsu
Nánar ...
11.04.2014

Þrjú met á öðrum hluta ÍM50

Þá er öðrum hluta ÍM50 lokið hér í Laugardalnum og fyrsta Íslandsmetið féll í 6. grein en það gerði Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH en hún bætti eigið met í 100m bringu, er hún synti á tímanum 1:08,62 en gamla metið var 1:09,48 frá því á ÍM50 í fyrra. Karlasveit Fjölnis settu nýtt Íslandsmet í 4
Nánar ...
11.04.2014

Fyrsta hluta lokið á ÍM50 í Laugardalslaug

Fyrsti hluti hófst í morgun með 400m skriðsundi. Mótið hefur gengið vel fyrir sig en helstu fréttir eru þær að hin 14 ára Karen Mist Arngeirsdóttir úr ÍRB setti tvö telpnamet í einu og sama sundinu. Hún synti 100m bringusund á mjög góðum tíma, 1:15,66 og bætti þar með 9 ára gamalt met Rakelar Gunnlaugsdóttur úr ÍA en það var 1:16,38. 50m millitíminn var einnig bæting
Nánar ...
10.04.2014

ÍM50 2014 hefst á morgun

Í fyrramálið hefst Íslandsmeistaramótið í 50m laug í Laugardalslaug. Keppni í undanrásum hefst kl. 10 en úrslit kl. 17:30. Mótið er í 6 hlutum og hefst keppni í undanrásum kl. 10 og úrlitum kl. 17:30. Undantekning er á þessu á sunnudeginum þegar úrslitin hefjast kl. 16:30. Í þetta sinn eru um 150 keppendur skráðir frá 12 félögum. Við minnum á tæknifund fyrir þjálfara/fararstjóra sem haldinn verður föstudagsmorgun kl. 8:45 í Pálsstofu (2. hæð í Laugardalslaug). Ólafur Baldurson verður yfirdómari í fyrramálið og sér um fundinn.
Nánar ...
08.04.2014

Heiðarskóli og Holtaskóli Grunnskólameistarar 2014

Í dag fór fram Grunnskólamót SSÍ í sundi 2014 í Laugardalslaug. 19 skólar tóku þátt en keppt var í tveimur flokkum; 5-7. bekk og 8-10. bekk og synt var í 8x25 metra boðsundi með frjálsri aðferð. 17 lið voru í yngri flokknum og 13 í þeim eldri. Fyrst var keppt í undanrásum og komust 8 hröðustu úr hvorum flokki áfram í fyrri undanúrslit. 4 hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og tvær hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin. Mikil stemning myndaðist en um 350 manns voru á pöllunum þegar mest lét. Úrslitin voru eftirfarandi:
Nánar ...
07.04.2014

Grunnskólamót í sundi 2014

Það verður mikið fjör í Laugardalslauginni á morgun þar sem Boðsundkeppni Grunskólana mun fara fram. Mótið hefst kl 13.15 og fjöldi skóla sem hafa skráð sig til leiks eru 21. Keppt verður í tveimur aldurslokkum 5.-7. bekk og 8.-10. bekk.
Nánar ...
31.03.2014

Nýtt FINA tímarit

Hér fyrir innan er hlekkur á nýjasta tölublað tímarits FINA, Aquatics World Magazine. Þetta er áhugavert tímarit sem er vert að skoða og njóta.
Nánar ...
28.03.2014

Eygló með Íslandsmet í 200m baksundi

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi setti í dag nýtt Íslandsmet þegar hún synti og sigraði 200m baksund kvenna á Opna danska meistaramótinu í sundi. Hún synti á 2:10,34 en gamla metið var tveggja ára gamalt, 2:10,38
Nánar ...
17.03.2014

Dómaranámskeið í tengslum við Vormót Ármanns

Dómaranámskeið verður haldið í tengslum við Vormót Ármanns. Bókleg kennsla fer fram þann 27. mars og verklega kennsla fer fram helgina 28. – 30. mars. Björn Valdimarsson og Jón Hjaltason sjá um námskeiðið. Nánari upplýsingar veitir : jon.hjaltason@vegagerdin.is eða dmt : dmtnefnd@gmail.com Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á námskeiðið sendið skráningar á : dmtnefnd@gmail.com
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum