Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

22.08.2013

Tímarit FINA komið á vefinn

Alþjóða sundsambandið gefur út veglegt tímarit nokkrum sinnum á ári. Þessi tímarit eru bólgin af efni og myndum tengdum sundíþróttum. Helsti galli þeirra hingað til hefur verið hversu þykk............
Nánar ...
18.08.2013

Ábendingar til SSÍ - úrvinnsla og áframhaldandi vinnsla

Formaður SSÍ sendi, eftir AMÍ í sumar, til félaga, þjálfara og annarra sem tengjast sundíþróttum ósk um ábendingar um atriði sem betur mættu fara í starfi SSÍ. Nokkuð margar ábendingar bárust, um margvísleg málefni. Stjórn SSÍ ræddi þær á fundi sínum og tók ákvörðun um breytingar á nokkrum atriðum, óskar eftir umsögn þjálfara og landsliðsnefndar um önnur, en telur nokkur atriði ekki til þess fallin að gera breytingar að þessu sinni.
Nánar ...
16.08.2013

Frumútgáfa atburðadagatals komin út

Frumútgáfa af atburðadagatali SSÍ hefur verið sett hér inn á heimasíðuna. Með því að smella á textann hér á bakvið er hægt að komast beint að dagatalinu. Ekki er hægt að gefa endanlegt dagatal fyrr en eftir þing Evrópska sundsambandsins því enn er óvíst með ákveðna liði sem eru á þeirra forræði. Þar er til að mynda um að ræða að óvíst er með staðsetningu móta auk þess sem dagsetningar verða ekki endanlegar fyrr en á þinginu. Þá hafa borist fregnir af því að til standi að færa EM50 fram yfir miðjan ágúst 2014, en það gæti þýtt töluverðar breytingar á áætlunum okkar. Öll SSÍ mót eiga að vera komin með rétta dagsetningu (þó með fyrri fyrirvara) og það er verið að semja við þau félög sem sóttu um og fengu mótahald á vegum sambandsins.
Nánar ...
16.08.2013

Keppir fyrir Íslands hönd í dýfingum á móti erlendis

Íþróttafélagið Styrmir keppir nú á IGLA, alþjóðlegu sundmóti samkynhneigðra, í Seattle. Það er ekki skylda að vera samkynhneigður til að keppa á þessu móti enda er þetta sem hvert annað garpamót í sundíþróttum. Þetta er samskonar keppni og Styrmir stóð fyrir í Reykjavík í mai í fyrra í samvinnu við Sundsamband Íslands. Keppnishópur Styrmis þetta árið er skipaður 7 manns og er það Hólmgeir Reynisson sem er þjálfari liðsins. Meðal keppnisgreina eru dýfingar og keppir Julio César León Verdugo í þeirri íþrótt, bæði á 1 og 3 metra palli.
Nánar ...
15.08.2013

Nýtt sundár að hefjast - stjórn SSÍ hittist á fundi í gær

Stjórn SSÍ hittist á fundi í gærkvöldi til að halda áfram undirbúningi fyrir næsta sundár sem hefst á morgun 16. ágúst. Á fundinum var farið yfir reglugerðir AMÍ, UMÍ, ÍM50 og 25 ásamt ábendingum sem hafa borist til stjórnar um úrbætur. Formanni SSÍ var falið að setja breytingar í texta og senda til kynningar í sundfélögum og deildum. Síðan verða reglugerðirnar staðfestar formlega í stjórn á næsta fundi hennar. Sama afgreiðsla var á tillögu um Íslandsmót félaga. Þá var atburðadagatalið fyrir sundárið 2013 - 2014 lagt fyrir og yfirfarið. Það er ljóst að ekki er hægt að gefa út endanlegt atburðadagatal fyrr en eftir þing Evrópska sundsambandsins. Í upphafi fundar kvaddi stjórnarmaður Karen Malmquist sér hljóðs og óskaði eftir leyfi frá stjórnarstörfum í óákveðinn tíma af persónulegum ástæðum. Stjórn SSÍ varð fúslega við þeirri beiðni og óskar Karen velfarnaðar.
Nánar ...
05.08.2013

Samantekt frá HM í sundíþróttum 2013

Heimsmeistaramót FINA í sundíþróttum stóð frá 19. júlí til 4. ágúst 2013 í Barcelona á Spáni. Þar var keppt í dýfingum, bæði hefðbundnum af 1, 3 og 10 metra háum pöllum í karla og kvennaflokkum og “high diving” í kvennaflokki af 20 metra háum palli og í karla flokki 27 metra háum, samhæfðri sundfimi (sóló, tvíkeppni og liðakeppni kvenna), víðavatnssundi í karla og kvennaflokkum í 5, 10 og 25 kílómetra vegalengdum og 5 kílómetra liðakeppni/boðsundi, sundknattleik karla og kvenna og keppnissundi í hefðbundnum greinum karla og kvenna. Á næsta HM sem verður í Kazan í Rússlandi árið 2015 bætist garpakeppni beggja kynja við mótið auk þess sem kynblönduðum boðsundum verður bætt í sundkeppnina. Það er því ljóst að HM 2015 verður töluvert umfangsmeira en mótið í Barcelona. Þá er einnig ljóst, m/v niðurstöður á þessu móti, að við getum vel sent keppendur í víðavatnssundi og garpasundi á HM 2015. Ekki er ástæða til annars en að skoða þá möguleika mjög vel.
Nánar ...
04.08.2013

Anton Sveinn í 26. sæti

Anton Sveinn Mckee lauk 400 metra fjórsundi í 26. sæti af 39 keppendum, en hann var fyrirfram skráður með 28. besta tímann. Tími Antons var hans annar besti í greininni, 4:23,99 aðeins 0,32 sekúndum frá Íslandsmetinu hans sem er 4:23,64, sett á ÍM50 árið 2012. Anton var einbeittur og í góðu formi í sundinu, synti sitt sund og virkaði hraður. Anton sagði eftir sundið að það hefði verið markmiðið að bæta sig og bað fyrir kveðjur heim um leið og hann stakk sér í laugina til að synda niður. Þar með hafa Íslendingar lokið þátttöku sinni á HM50 2013. Árangurinn var vel viðunandi, en nánari samantekt um Íslendingana á HM verður að öllum líkindum sett inn hér síðar í dag.
Nánar ...
04.08.2013

Anton Sveinn lýkur HM50 fyrir Ísland

Í dag er síðasti keppnisdagurinn á HM50 hér í Barcelona. Anton Sveinn McKee hóf mótið fyrir Íslands hönd og hann fær þann heiður að ljúka því einnig. Hann mun keppa í 400 metra fjórsundi nú á eftir sem er fyrsta grein dagsins. Hann syndir í öðrum riðli og hefst sundið hans uþb kl. 08:04 að íslenskum tíma. Anton Sveinn er skráður á 28 besta tíma af 40 keppendum, en hann á Íslandsmetið sjálfur í greininni, 4:23,64 sem hann setti á ÍM50 2012.
Nánar ...
03.08.2013

Hrafnhildur varð í 13. sæti á nýju Íslandsmeti í 50 metra bringusundi

Hrafnhildur Lúthersdóttir setti Íslandsmet og náði 13. sætinu í milliriðlum í 50 metra bringusundi hér á HM í Barcelona. Hún synti á 31,37 sem er 13/100 betri tími en Íslandsmetið hennar í morgun. Fyrir sundið var hún afslöppuð en einbeitt og hún synti þessa 50 metra með ákveðnum sundtökum, lá hátt í sundinu og náði að halda hraðanum alla leið. Fínt sund hjá Hrafnhildi sem hefur þar með.............
Nánar ...
03.08.2013

Jacky mjög ánægður

Jacky Pellerin landliðsþjálfari er mjög ánægður með árangur morgunsins, eftir að Ingibjörg Kristín bætti sig verulega í 50 metra skriðsundi og Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt Íslandsmet og keppir aftur í milliriðlum síðar í dag. "Happy" sagði hann aðspurður........
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum