Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

16.06.2024

EM50 hefst á morgun í Belgrad

Evrópumeistaramótið í sundi hefst á morgun mánudaginn 17. júní í Belgrad í Serbíu og líkur sunnudaginn 23. júní. Mótið fer að þessu sinni fram í útilaug. Sundfólkið hélt utan í gær og lætur vel af sér...
Nánar ...
16.06.2024

SMÍ 2024 lauk í dag

Sundmeistaramóti Íslands lauk í dag í Ásvallalaug en það var haldið í þremur hlutum  dagana 15. og 16 júní. Mótið var unnið í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar og gekk allt eins og best...
Nánar ...
28.05.2024

AP Race í London 24. - 28 maí

Sundsambandið sendi 21 sundmann til London  til að taka þátt í AP Race dagana 24. – 28 maí. Mótið var mjög sterkt og tók mikið af besta sundfólki heims þátt í mótinu, sundfólkið okkar fékk mikla...
Nánar ...
29.04.2024

Dómaranámskeið 8. maí í Reykjanesbæ

Næsta dómaranámskeið verður haldið þann 8. mai 2024 kl. 18:00 í Reykjanesbæ, nánari staðsetning auglýst síðar. Skráning á dómaranámskeið sendist á domaranefnd@iceswim.is  með upplýsingum um nafn...
Nánar ...
23.04.2024

Yfirþjálfarastaða Sunddeildar Breiðabliks

Sunddeild Breiðabliks leitar að yfirþjálfara og rekstarstjóra til að hafa yfirumsjón yfir þjálfun og rekstri deildarinnar. Deildin sinnir í dag viðamiklu sundstarfi í kennslu og æfingum, að mestu leyti fyrir börn og ungmenni, en einnig fyrir iðkendur á öllum aldri. Í hlutverki yfirþjálfara felst að hafa umsjón með, bæta og viðhalda þekkingu í þjálfun og þroskandi ungmennastarfi innan deildarinnar. Byggja upp að jákvætt, styðjandi og öruggt en á sama tíma krefjandi hópumhverfi sem verður grundvöllur að blómlegu íþróttastarfi og teymisvinnu sem gefur góðar forsendur fyrir persónulegum vexti og þroska bæði sundfólks og þjálfara innan deildarinnar. Yfirþjálfari skal fylgjast með frammistöðu þjálfunar á öllum stigum deildarstarfsins og fylgja því eftir að þjálfun sé í samræmi við markmið og gildi sunddeildarinnar. Yfirþjálfari skal sinna daglegum rekstri deildarinnar, halda uppi góðu skipulagi á starfseminni, halda góðu tengslaneti við þjálfara og fagfólk utan deildarinnar og byggja upp gott upplýsingaviðmót við iðkendur og aðstandendur.
Nánar ...
13.04.2024

Enn og aftur frábær dagur tvö á ÍM50.

Enn og aftur frábær dagur tvö á ÍM50. Tvö unglingamet féllu í úrslitahlutanum í kvöld.  Guðmundur Leó Rafnsson bætti unglingamet Kristins Þórarinssonar þegar hann synti á tímanum 26,80 en gamla...
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum