Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

24.04.2018

IMOC skráningarfrestur framlengdur

Skráningarfrestur á IMOC, Opna íslenska meistaramót Garpa hefur verið framlengdur til föstudagsins 27. apríl, en ekki þriðjudaginn 24. apríl líkt og fyrr var auglýst. Upplýsingar og Splash-skráningarform er að finna á IMOC síðunni
Nánar ...
21.04.2018

Karlasveit SH með Íslandsmet á ÍM50

Öðrum degi á ÍM50 í Laugardalslaug lauk nú rétt í þessu. Eitt Íslandsmet féll þegar karlasveit SH sigraði 4x100m fjórsund á tímanum 3:50,57. Þeir Kolbeinn Hrafnkelsson, Anton Sveinn McKee, Predrag Milos og Aron Örn Stefánsson skipuðu sveitina en SH-ingar áttu einnig eldra metið, sem var frá árinu 2014, 3:55,08. ​ Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Neptun synti undir EM50 lágmarki þegar hún sigraði 100m baksund en hún hafði þegar náð því fyrr á árinu.
Nánar ...
21.04.2018

ÍM50 hafið - 3 EM lágmörk á fyrsta degi

Íslandsmeistaramótið í 50m laug hófst í gær í Laugardalslaug. Í ár er mótið samvinnuverkefni SSÍ og Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) en í undanrásum synda bæði fatlaðir og ófatlaðir saman í riðlum og veitir ÍF verðlaun eftir tímum í undanrásum. Keppendur
Nánar ...
07.04.2018

EM50 lágmark hjá Predrag Milos

Predrag Milos synti í morgun á Ásvallamótinu í sundi undir EM50 lágmarki. Evrópumeistarmótið í 50m laug verður haldið í Glasgow fyrstu vikuna í ágúst.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum