Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

11.10.2017

Fréttir af Þresti og Írisi Ósk í USA

Þröstur Bjarnason og Íris Ósk Hilmarsdóttir, sundfólk úr ÍRB, stunda nú nám og æfingar ​við McKendree háskólann í Illinois í Bandaríkjunum. Þau kepptu á háskólamóti í Louisville í Kentucky fylki um helgina en þetta er fyrsta mótið þeirra úti. Þetta kemur fram á Facebook síðu Sundráðs ÍRB.
Nánar ...
01.10.2017

SH tvöfaldur bikarmeistari

Bikarkeppni SSÍ fór fram í Reykjanesbæ um helgina í góðu samstarfi við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar. Þegar keppni lauk í gærkvöldi stóð Sundfélag Hafnarfjarðar uppi sem tvöfaldur bikarmeistari í 1. deild og vann B-lið þeirra einnig 2. deild karla. B-lið Íþróttabandalags Reykjanesbæjar sigraði 2. deild kvenna. Lokastigastöðu mótsins má sjá hér:
Nánar ...
30.09.2017

Stigastaðan á Bikar eftir 2. hluta

Stigastaðan eftir annan hluta af þremur er svona: 1. deild karla: SH 9682 stig UMSK 9050 stig ÍR 8071 stig ÍBR 7527 stig Ægir 7056 stig ÍA 1244 stig ​ 1. deild kvenna SH 10334 stig
Nánar ...
30.09.2017

Stigastaða fyrir 2. hluta á Bikar

Bikarkeppnin fór af stað í gærkvöldi í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Stigastaðan eftir fyrsta hluta af þremur er svo hljóðandi: 1. deild karla: SH 5247 stig UMSK 4814 stig
Nánar ...
29.09.2017

Bein úrslit á Bikar

Bikarkeppnin hófst rétt í þessu í Vatnaveröld í Reykjanesbæ Hér er tengill á úrslitasíðu mótsins en þar birtast einungis úrslit. Rás- og keppendalistar eru ekki birtir þar sem mótið er blaðlaust.
Nánar ...
29.09.2017

Fræðslunefnd SSÍ auglýsir þjálfaranámskeið SSÍ

Þjálfaranámskeið SSÍ 1 er grunnnámskeið í þjálfun og er fyrir þá einstaklinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun sunds. Einnig hugsað fyrir þá sem hafa þjálfað um hríð en hafa ekki sótt sér fræðslu um sundþjálfun.
Nánar ...
22.09.2017

Bikar 2017 - Tímaáætlun komin

Bikarkeppni SSÍ fer fram í Reykjanesbæ í samvinnu við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar dagana 29-30. september. Tímaáætlun og staðfest greinaröðun hefur verið birt og má sjá hana á bikarsíðunni.
Nánar ...
04.09.2017

Formannafundur 9. september

Formannafundur verður haldinn næstkomandi laugardag 9. september í sal D í húsakynnum ÍSÍ. Fundur hefst kl 10:00 og stefnt er að ljúka honum eigi seinna en kl 13:00.
Nánar ...
04.09.2017

ÍSÍ: Sýnum Karakter verkefnið

Tilkynning frá ÍSÍ: Nú er að verða ár síðan að verkefninu Sýnum karakter var hleypt af stokkunum og af því tilefni ætlum við að boða til vinnufundar þriðjudaginn 12. september í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Fundurinn hefst kl.10 og stendur til 12:30.
Nánar ...
23.08.2017

Fjögur garpamet í Búdapest

Garparnir okkar þrír sem kepptu á Heimsmeistaramóti garpa í Búdapest dagana 14-20. ágúst stóðu sig vel og settu samtals fjögur garpamet í 50m laug. Guðmunda Ólöf Jónasdóttir, UMSB setti met í flokki 65-69 ára í 50m skriðsundi en hún synti á 43,40 sek og bætti þar eigið met um tæplega sekúndu en hún synti á 44,24 í London í maí í fyrra. Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, ÍA setti met í flokki 45-49 ára í 100m skriðsundi en hún synti á 1:16,72. Gamla metið var 1:21,86 og sett á Norðurlandameistaramóti garpa í Reykjavík árið 2013.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum