Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

08.07.2016

Dagur 3 á EMU

Sunneva Dögg synti í morgun 200m skriðsund á Evrópumeistarmóti unglinga, hún synti á tímanum 2.07.18, Sunneva á best 2.05.27. Til að komast í undanúrslit hefði þurft að synda á 2.02.82. Þá hafa Sunneva Dögg og Eydís Ósk lokið keppni á EMU 2016.
Nánar ...
07.07.2016

Dagur 2 á EMU 2016

Sunneva Dögg og Eydís Ósk syntu í morgun á Evrópumeistaramóti unglinga 400m skriðsund. Sunneva synti á tímanum 4.31.91 en hún á best 4.20.66. Eydís Ósk synti á tímanum 4.39.75 en hún á best 4.29.92. Sunneva Dögg syndir 200m skirðsund á morgun.
Nánar ...
06.07.2016

Dagur 1 á EMU 2016

Evrópumeistaramót unglinga hófst í morgun í Ungverjalandi. Sunneva hóf keppni í 100m skriðsundi og synti á tímanum 59.60 hennar besti tími er 59.33, en til að synda sig inn í úrslit þurfti að synda á 56.92. Eydís Ósk synti 800m skriðsund á tímanum 9.24.70 en besti tími Eydísar er 9.15.10. Þær synda báðar 400m skriðsund í fyrramálið.
Nánar ...
05.07.2016

Sunneva Dögg og Eydís Ósk á Evrópumeistaramót unglinga sem hefst á morgun.

Evrópumeistaramót unglinga hefst á morgun 6.júlí í borginni Hódmezövasásrhely í Ungverjalandi. Tvær sundkonur úr ÍRB þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Sunneva Dögg Friðriksdótti náðu lágmörkum á mótið og með þeim í för er Þuríður Einarsdóttir þjálfari og Bjarney Guðbjörnsdóttir liðstjóri. Þær keppa sem hér segir : Miðvikudagur: Sunneva 100m skriðsund Eydís Ósk 800m skirðsund Fimmtudagur : Sunneva 400m skriðsund Eydís Ósk 400m skriðsund Föstudagur: Sunneva 200m skriðsund. Nánari upplýsingar og úrslit má finna hér : http://www.ejsc2016.hu/ENG/eredmenyek-11
Nánar ...
26.06.2016

Stigastaða eftir 5. hluta á AMÍ 2016

Rétt í þessu lauk fimmta og næstsíðasta hluta AMÍ 2016 á Akranesi. Stigastaðan er svona fyrir síðasta hlutann Mótið hefst aftur með upphitun kl. 13:30 og keppni kl. 15. Áætlað er að sá hluti klárist um 19. Lokahófið byrjar svo kl. 20 í íþróttahúsinu við laugina, sem hefur hingað til verið notað sem keppendaherbergi.
Nánar ...
26.06.2016

Myndir frá AMÍ 2016

AMÍ 2016 er nú í fullum gangi og höfum við sett myndir inn frá öllum hlutum á Facebook síðu Sundsambandsins. Smelltu hér til að skoða
Nánar ...
25.06.2016

AMÍ hálfnað - Stigastaða eftir 3 hluta

Þá erum við hálfnuð hér á Akranesi á AMÍ 2016. Þremur hlutum er lokið og má sjá stigastöðuna hér fyrir neðan. Fjórði hluti hefst kl. 13:30 með upphitun og keppni kl. 15. Áætlað er að mótið standi til um 18:30. Áður en ræst verður í fyrstu grein seinni partinn mun SSÍ deila út þátttökuverðlaunum til sundmanna 12 ára og yngri.
Nánar ...
24.06.2016

Stigastaða AMÍ eftir 1. hluta

AMÍ 2016 hófst í morgun hér á Akranesi. Keppt var í 8 greinum í morgun en nú eru allir komnir uppí skóla í hádegismat. Hér sérðu stigastöðu félaga eftir 1. hluta. 2. hluti hefst með upphitun kl. 13:30 og keppni kl. 15.
Nánar ...
24.06.2016

Setning AMÍ 2016 í dag á Akranesi

AMÍ 2016 var sett í dag á Akranesi. Þátttakendur, þjálfarar og aðstoðarmenn gengu í skrúðgöngu um bæinn frá Grundaskóla. Trommusveit vaskra skagamanna sló taktinn og var þar fremstur í flokki Trausti Gylfason formaður Sundfélags Akraness. Regína Ástvaldsdóttir Bæjarstjóri Akraness hélt ræðu á bakkanum í Jaðarsbakkalaug og bauð alla hjartanlega velkomna til keppni. Að því loknu setti Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ mótið. Mikil og góð stemmning myndaðist á bakkkanum þar sem félögin sungu sína söngva fullum hálsi. Að setningu lokinni héldu síðan allir í koju. Mótið hefst með upphitun kl 07:30 í fyrramálið og fyrstu greinar verða svo kl 09:00. SSÍ óskar öllum góðs gengis á mótinu og þakkar jafnframt skagamönnum fyrir mikinn og góðan undirbúning að AMÍ 2016.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum