Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

15.02.2016

Gullmót KR um helgina.

440 sundmenn frá 25 sundfélögum tóku þátt í 11. Gullmóti KR, 12 - 14 febrúar í Laugardalslaug. Á mótinu var keppt i 62 greinum i 10 aldursflokkum. Alls voru sett 9 mótsmet á mótinu auk sem Guðmundur Hákon Hermannsson KR setti Íslandsmet i 400 m fjórsundi í flokki fatlaðra Aron Örn Stefánsson úr SH sigraði Alexander Jóhannesson úr KR i elsta flokknum í KR Super challenge. Í kvennaflokki sigraði Karen Sif Vilhjálmsdóttir úr SH Steingerði Hauksdóttur úr Fjölni. 50 m skriðsund var vinsælasta grein mótsins með 330 keppendum. ​ Veitt voru verðlaun fyrir samanlögð 3 stigahæstu sundin Kristinn Þórarinsson Fjölni varð stigahæstur með 1964 stig. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir ÍRB varð í 2. sæti með 1890 stig. Alexander Jóhannesson KR 3 sæti með 1887 stig. Helstu upplysingar ásamt myndbandi frá mótinu má finna á Facebook síðunni Gullmót KR https://www.facebook.com/gullmot/?fref=ts
Nánar ...
04.02.2016

Tokyo æfingabúðir 6. febrúar

Nú á dögunum var tilkynntur 59 manna hópur sem náði lágmörkum í æfingaverkefni á vegum SSÍ sem kallaður er Tokyohópurinn. Þetta er verkefni framtíðarhóps en markmiðið er að halda utan um þennan hóp fram að Ólympíuleikum 2020 í Tokyo og þjálfa þannig upp framtíðarlandslið.
Nánar ...
01.02.2016

Sundíþróttafólk ársins 2015

FINA útnefndi í gærkvöldi besta sundíþróttafólk ársins 2015 á sérstöku hátíðarkvöldi sem haldið var í Búdapest í tengslum við ráðstefnu um sundíþróttir.
Nánar ...
15.01.2016

Vorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ

Vorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 8. febrúar nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina.
Nánar ...
15.01.2016

RIG ráðstefna 2016

Fimmtudaginn 21. janúar munu ÍSÍ og ÍBR í samstarfi við Háskólann í Reykjavík standa fyrir íþróttaráðstefnu í tengslum við RIG (Reykjavík International Games). Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík, hefst kl.17 og stendur til 21:00. Skráning fer fram á midi.is og er ráðstefnugjald 3.500 krónur og innifalinn léttur kvöldverður. Nánari upplýsingar um fyrirlestrana er að finna í viðhengi.
Nánar ...
12.01.2016

Evrópumeistarmót Garpa í London 2016.

SSÍ kynnir LEN European Masters Championships 2016 sem haldið verður í London dagana 25. - 29. maí nk. Allir þjálfarar og forystumenn Garpadeilda sundfélaga er hvattir til að kynna mótið innan sinna raða.
Nánar ...
08.01.2016

LEARN TO SWIM CONFERENCE 2016

Learn to swim ráðstefna verður haldin í Billund í Danmörku 1. - 3 apríl 2016. Ráðstefnan er kjörið tækifæri fyrir sundkennara, þjálfara og aðra sem koma að sundíþróttinni.
Nánar ...
31.12.2015

Gleðilegt sundár 2016

Stjórn og starfsfólk Sundsambands Íslands sendir öllum nýárskveðjur um leið og þakkað er fyrir samstarf og velvild á líðandi ári. Við horfum bjartsýnum augum fram til ársins 2016 og trúum því að það verði gott sundár.
Nánar ...
30.12.2015

Eygló Ósk Íþróttamaður ársins

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi var í kvöld valin Íþróttamaður ársins 2015. Önnur sundkona, Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH varð í þriðja sæti í valinu. Þetta er söguleg niðurstaða úr kjöri íþróttafréttamanna.
Nánar ...
30.12.2015

Íþróttamaður ársins 2015 í Hörpu

Í kvöld halda ÍSÍ og Samtök íþróttafréttamanna hóf í Hörpu þar sem Íþróttamaður ársins 2015 verður útnefndur. Tvær sundkonur eru á topp tíu lista Samtaka íþróttafréttamanna í ár, en það eru þær Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi og Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH. Á hófinu í kvöld verða íþróttamenn sérsambanda innan ÍSÍ einnig heiðruð en sundfólk ársins eru þau Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum