Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

20.04.2016

Enn vatnar dómara og aðra starfsmenn á ÍM50

Meðfylgjandi er linkur á nýjasta starfsmannalistann fyrir ÍM50 :http://www.sundsamband.is/library/Sundithrottir/Sundmot/2015/IM50/D%C3%B3maraskr%C3%A1%20%C3%8DM50%202016.pdf ​ Mikilvægt er að hvert félag passi vel upp á að þeir skili réttu hlutfalli starfsmanna svo mótið gangi snuðrulaust fyrir sig. Enn vantar dómara á alla hluta og þul á föstudagsmorgun. Skráningar fara fram á : skraningssimot@gmail.com
Nánar ...
20.04.2016

Fullt hús á erindi Hrafnhildar og Ingibjargar

Það var fullt út að dyrum á erindi Hrafnhildar Lúthersdóttur og Ingibjargar Kristínar í gærkvöldi í E-sal ÍSÍ. Ingibjörg og Hrafnhildur fóru yfir hvernig það er að vera sundmaður og námsmaður í Bandaríkjunum. Erindið tókst virkilega vel enda Hrafnhildur og Ingibjörg flottar fyrirmyndir fyrir unga og upprennandi sundmenn. Sundmenn, foreldarar og þjálfarar mættu til að hlusta og voru margir það áhugsamir að stúlkurnar höfðu vart undan að svara spurningum.
Nánar ...
19.04.2016

ÍM50 2016 - Þrír dagar til stefnu

Næstu helgi, dagana 22-24. apríl, fer Íslandsmeistaramótið í 50m laug fram í Laugardalslauginni. Fyrstu drög að keppendalista hafa verið gefin út en listann, tímaáætlun og aðrar upplýsingar eru að finna á ÍM50 síðunni okkar. Morgunhlutar hefjast með upphitun kl. 8:30 og keppni 10:00. Keppni í úrslitum hefst svo kl. 17:30 á föstudag en hina dagana kl. 16:30.
Nánar ...
18.04.2016

Formannafundur laugardaginn 23.apríl

Formannafundur SSÍ verður haldinn 23.apríl strax á eftir úrslitahluta laugardagsins á ÍM50. Líklega um kl 18.30- 19.00. Fundurinn verður haldinn á Cafe Easy í ÍSÍ húsinu í Laugardal. Eftir fundinn verður boðið uppá góðan mat og léttar veitingar. Formannafundur er fyrir formenn félaga eða staðgengil formanns úr stjórn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á sundsamband@sundsamband.is fyrir þriðjudaginn 19.apríl.
Nánar ...
14.04.2016

Tvær af fremstu sundkonum landsins halda fyrirlestur.

Næstkomandi þriðjudag 19.apríl verða tvær af fremstu sundkonum landsins Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir með erindi í E-sal í húsi ÍSÍ í laugardalnum kl 20.00 Þær Hrafnhildur og Ingibjörg eru að koma hingað til lands um helgina til að taka þátt í ÍM50 sem haldið verður aðra helgi. Þær hafa nú um árabil stundað æfingar og nám við skóla í Bandaríkjunum og hafa mikinn áhuga á að kynna fyrir okkur hér heima hvernig það er að æfa sund og stunda nám í Háskóla í Bandaríkjunum. Þær munu fara yfir æfingavenjur, matarræði,styrktaræfingar og svara spurningum frá þátttakendum Erindið er opið öllum sundmönnum 13.ára og eldri, foreldrum, þjálfurum og öllum þeim sem hafa áhuga á sundi.
Nánar ...
10.04.2016

FINA dómaranámskeið var haldið um helgina í Laugardalnum

Um helgina var haldinn sérstakur FINA skóli fyrir starfandi sunddómara. Hingað til lands komu tveir alþjóðlegir dómarar á vegum FINA, Bill Hogan frá Canada og Jose Jesus frá Puerto Rico. Skólann sóttu 8 erlendir þátttakendur frá Kosovo, Svíþjóð, Finnlandi og Færeyjum. Frá Íslandi komu 27 starfandi dómarar úr fjölmörgum félögum. Eitt af markmiðum skólans er að samræma dómgæslu í sundíþróttinni. Skólinn samanstóð af verklegri og bóklegri kennslu og voru allir þátttakendur ánægðir með þessa helgi. Kennararnir voru einnig yfir sig ánægðir með nemendur sína og höfðu orð á því að hér á landi væru mjög áhugasamir dómarar sem auk þess spyrðu krefjandi spurninga. Bestu þakkir til allra sem að náminu stóðu, sérstaklega til Sigurðar Óla Guðmundssonar fyrir mikla aðstoð við undirbúning og framkvæmd. Þá vill SSÍ einnig þakka Klaus Juergen Ohk og sundmönnum hans úr SH fyrir að setja á svið sundmót og framkvæma á því fjölmargar ógildingar, allt samkvæmt beiðni kennara FINA.
Nánar ...
05.04.2016

Sundknattleiksmót 14 ára og yngri

Sundknattleiksmót fyrir 14 ára og yngri Skipuleggjendur: Sundfélag Hafnarfjarðar í samvinnu við SSÍ og Sunddeild Ármanns Dagsetning og staður: Sunnudaginn 17. Apríl 2016 / Ásvallalaug í Hafnarfirði Tímasetning: Liða- og reglufundur: kl 8:30 Upphitun: kl 9:00 Keppni hefst: kl 9:30 Markið mótsins: Kynna sundknattleik fyrir ungu sundfólki, þjálfurum og félögum. Efla vitund með jafnri þáttöku beggja kynja í blönduðum liðum og veita öllum tækifæri til að taka þátt. Leyfa krökkum að skemmta sér í sundíþrótt og efla liðsheild. Mótið: Ø Mótið verður tvískipt: 14 ára og yngri (fædd 2002+) og 12 ára og yngri (fædd 2004+) Ø Leikjadagskráin verður kynnt rétt fyrir mót þegar skráningu er lokið. Ø Stefnt er að því að hafa 4-6 lið í hvorum aldurshópi. Ø Stigagjöf: Sigur 3 stig, jafntefli 2 stig og tap 1 stig Ø Ef lið standa jöfn að stigum ræður markahlutfall Ø Hvert lið mun spila að lágmarki tvo leiki. Ø Við hvetjum félög til að senda meira en eitt lið til keppni (td SH1 14U, SH2 14U og SH1 12U) svo fleira íþróttafólk fái tækifæri til að taka þátt. Tveimur bestu liðunum í hvorum aldurshópi verður boðið að leika úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil helgina 14.-15. Maí 2016 Liðin: Ø Liðin eru blönduð, strákar og stelpur, með að hámarki 10 leikmenn (2 markverði, 8 útileikmenn) og að lágmarki 8 leikmenn (1 markvörð og 7 útileikmenn) og þjálfara. Ø 6 leikmenn mega vera inn á hverju sinni, 1 markvörður og 5 útileikmenn. Ø Lið verða ávallt að vera með spilandi leikmenn af báðum kynjum. Ef dómari sér að lið er einungis skipað leikmönnum af öðru kyninu, mun hann stöðva leikinn og biðja þjálfra um að skipta út einum eða fleiri leikmönnum. Ø Allir leikmenn verða að taka þátt í báðum leikhlutum (undantekning er ef leikmaður meiðist) og er það á ábyrgð þjálfara að stýra skiptingum. Mótsgjald: 8000kr per lið Leikvöllur og lengd leiks: Ø Leikirnir verða spilaðir í tveimur hlutum, 7 mínútur hvor, með 3 mínútna leikhléi. Ø Skipt er um leikhelming í leikhléi. Ø Vallarstærð er 20,0m x 12,5m. Markstærð er 2.0m x 0,75m. Ø Boltastærð nr 3 fyrir báða aldurshópa. Ø Liðin nota númeraðar, bláar og hvítar hettur, og rauðar fyrir markverði. Reglur: FINA Water Polo reglur verða notaðar með nokkrum breytingum. https://www.fina.org/sites/default/files/finawprules_20152017.pdf Leikvilla (leik haldið áfram eftir aukakast – sending til liðsfélaga) Ø Setja boltann undir yfirborðið nálægt andstæðingi Ø Hindra andstæðing sem er ekki með boltann Ø Halda eða ýta leikmanni, sem er ekki með boltann, í kaf Ø Ýta sér frá öðrum leikmanni Ø Stíga í botninn eða halda í línurnar í leik Brottvísun – Leikmaður verður að fara af vellinum Ø Sparka eða kýla leikmann Ø Viljandi skvetta vatni í andlit á leikmanni Ø Trufla aukakast Ø Misferli eða vanvirðing við dómara Ø Árásagjörn hegðun, halda, ýta í kaf eða toga í leikmann sem er ekki með boltann Ø Með brottvísun fær leikmaður persónulega villu á leikspjaldið. Eftir 3 persónulegar villur má leikmaður ekki taka meira þátt í leiknum en annars leikmaður má taka hans stað. Undantekningar frá stöðluðum FINA reglum með breytingum fyrir 14 ára og yngri Ø Leikmenn mega grípa bolta með báðum höndum en verða að kasta boltanum með einni hendi Ø Eftir villu verður að senda boltann, beint skot á mark er ekki leyfilegt Ø Lið verða að spila pressuvörn á sínum leikhelmingi. (ef leikmenn fylgja þessu ekki mun dómari fyrst stöðva leikinn og útskýra regluna fyrir báðum liðum. Ef um ítrekuð brot er að ræða er leikmanni fá brottvísun og persónulega villu skráða) Svæðisvörn er líka óheimil. Ø Eftir brottvísun þarf leikmaður að synda inn í skiptisvæðið og má þá annar leikmaður koma strax inn á eða sami leikmaður synda aftur inn á leiksvæðið og halda áfram, án þess að bíða á skiptisvæðinu. Ø Yfirþjálfari má ganga upp að miðjunni á meðan lið hans er í sókn en ekki ræða við dómara né starfsmenn mótsins. Dæmi um reglubreytingar: https://www.youtube.com/watch?v=R2QqEPdeiis Leikur 12 ára og yngri: https://www.youtube.com/watch?v=7lpAGghJO20 Skráning: Lokafrestur skráningar er 10. Apríl (Nafn liðs og aldurshópur). Nafnaskýrslu með nafni leikmanns og aldri þarf að skila inn fyrir upphitun á keppnisdegi. Tengiliður: Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á tengilið mótsins, Mladen Tepavcevic (mladen@sh.is)
Nánar ...
31.03.2016

Fréttir af Antoni

Anton Sveinn McKee keppti á lokamóti Háskóla NCAA í Atlanta, Georgiu, USA um síðustu helgi. Anton keppti í þremur greinum og einu boðsundi á mótinu. Hann synti 500 yarda skriðsund á tímanum 4:18.93 hafnaði í 26 sæti af 58 keppendum. Í 100 yarda bringusundi synti hann á tímanum 52.78 og lenti í 17 sæti, átta hundruðustu frá því að ná inn í B úrslit. Í 200 yarda biringusundi synti hann á tímanum 1:51.87 og endaði í 4 sæti aðeins þremur hundruðustu frá þriðja sætinu. Lið Antons frá Alabama endaði í 6 sæti í liðakeppninni sem er bæting frá því í fyrra en þá lenti liðið í 10 sæti. Anton Sveinn var sáttur við sína frammistöðu á mótinu, en mótið var mjög sterkt að þessu sinni, mörg mótsmet og landsmet sett á mótinu. Anton kemur heim til að taka þátt í ÍM50 og síðan er það EM50 í London í maí.
Nánar ...
16.03.2016

Fréttir af sundkonum

Hrafnhildur Lúthersdóttir synti á sterku Alþjóðlegu móti ( grand prix) í Orlando fyrstu helgina í mars. Hún synti 200m bringusund á tímanum 2.26.42 og náði sér í bronsverðlaun. Einnig synti hún 100m bringusund og varð fjórða. Hér eru tenglar til að sjá frekari úrslit og umfjöllun um mótið:
Nánar ...
08.03.2016

Boðsundskeppni grunnskólanna fór fram í dag.

Árleg boðsundskeppni grunnskólanna fór fram í þriðja sinn í dag. Sundsamband Íslands hélt keppnina í Laugardalslaug í góðu samstarfi við dómara, þjálfara, tæknifólk og síðast en ekki síst starfsfólki laugarinnar en án þeirra gætum við ekki haldið þessa skemmtilegu keppni. Rúnar Freyr stóð sig frábærlega sem þulur mótsins. Alls voru 34 skólar skráðir til leiks með 64 lið í heildina. Keppt var í flokki 5.-7. Bekkjar annarsvegar og 8.-10. Bekkjar hinsvegar í 8x25 metra boðsundi með frjálsri aðferð. Keppnin fór þannig fram að 8 hröðustu liðin úr hvorum flokki fóru í undanúrslit og þar fóru 4 hröðustu liðin áfram í fyrri úrslitariðil. Þar kepptu liðin uppá að komast í lokaúrslitariðil sem innihélt 2 lið og kepptust beint um verðlaunasætin þrjú. Allt í allt gátu þeir hröðustu því synt fjórar umferðir. Gífurleg stemning myndaðist í lauginni en ætla má að um 550 börn hafi mætt í laugina ásamt fylgdarfólki. Áhorfendur sem settu mikinn svip á mótið voru hátt í 200, það er óhætt að segja það að sjaldan eða aldrei hefur verið kominn saman svona mikill fjöldi í Laugardalslaug! Úrslitin urðu sem hér segir: 5.-7. Bekkur: 1. Akurskóli - tími 2:08,85 mín 2. Brekkubæjarskólir- tími 2:17,80 3. Grundaskóli- tími 2:19,54 8.-10. Bekkur: 1. Holtaskóli - tími 1:52,75 2. Laugarlækjaskóli- tími 1:52,84 3. Akurskóli- tími 1:55,91 Um leið og við óskum þessum liðum til hamingju með árangurinn þá þökkum við öllum kærlega fyrir skemmtilegt mót og frábæra þátttöku og hlökkum til að sjá ykkur og enn fleiri að ári.
Nánar ...
03.03.2016

Sundskýlan á hilluna

Hrafn Traustason hefur ákveðið að leggja sundskýluna á hilluna efir áralangan feril í sundinu. Hrafn skrifaði svo fallega um sundíþróttina á dögunum á facebook síðu sinn og bað ég um leyfi til að setja það á heimasíðu SSÍ svo að fleiri gætu notið þessara skrifa á þessum tímamótum: Um helgina synti ég í seinasta skipti fyrir Oakland University og ég hef ákveðið að leggja skýluna upp á hillu. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þær stundir sem íþróttin hefur gefið mér og ég er stoltur af árangri mínum í sundi. Ég hef eytt ótal klukkustundum í lauginni og lært svo mikið um sjálfann mig í gegnum þær góðu og slæmu stundir sem ég hef átt á mótum og á æfingum. Ég væri ekki maðurinn sem ég er í dag ef ég hefði ekki verið að synda í öll þessi ár. Ég hef fengið tækifæri til að vinna með stórkostlegu fólki fyrst á Akranesi svo í Hafnarfirði og svo hér í Bandaríkjunum og hef kynnst vinum sem ég mun alltaf vera í sambandi við. Núna koma nýjar áskoranir sem ég hlakka til að takast á við og reyni að taka með trompi. Mig langar að hvetja alla sem hafa áhuga á að stunda íþróttir við háskóla í Bandaríkjunum til að hafa samband við mig ef þeir hafa spurningar eða vilja einhver ráð. Ég er meira en viljugur til að hjálpa til.
Nánar ...
22.02.2016

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 11. til 25. júní n.k. Að þessu sinni er aðal umfjöllunarefnið ólympíuhugsjónin sem öflugt tæki í þróun og sjálfbærni, en auk þess verður lögð áhersla á ólympísk gildi og áhrif þeirra á umhverfisvernd. Flugferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Leitað er að einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri í íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna. Umsóknum skal skilað, á þar til gerðum eyðublöðum til skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, ekki seinna en miðvikudaginn 24. febrúar n.k. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöðin HÉR. Umsókn skal skilað á ensku og skulu fylgja henni tvær passamyndir. Frekari upplýsingar veitir Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sími 514 4000, ragnhildur@isi.is
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum