Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lágmörk ÍM-50 2013

19.03.2013Ágætu félagar

Af gefnu tilefni vil ég árétta að lágmörk fyrir ÍM50, sem gefin voru út fyrir áramót í skjali ásamt lágmörkum á önnur mót SSÍ sundárið 2012-2013, hafa hingað til ekki birst umreiknuð fyrir 25m laug eða 16.6m laug á netinu. 

Ég hef fengið veður af því að einstaklingar hafi ruglast, þ.e.a.s. talið lágmörk ÍM25 2012 verið umreiknuð lágmörk fyrir ÍM50 2013. Svo er ekki.

Lágmarkaskjalið var þó heldur ruglandi og tekur mótastjóri fulla ábyrgð á að hafa ekki sett það upp betur áður en því var dreift opinberlega, sem og að hafa ekki birt umreiknuð lágmörk fyrr en nú. Umreiknuð lágmörk voru þó inni í skráningarskjali mótsins sem sent var á félög landsins.

Biðst ég því afsökunar á þeim ruglingi sem þetta gæti hafa ollið og bendi ykkur á að sækja má lágmarkaskjal fyrir ÍM50 með umreiknuðum tímum hér:

Lágmörk ÍM50 2013

Emil Örn
Mótastjóri SSÍ
663-0423

Til baka