Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir af Bryndísi Rún frá Noregi

05.04.2013
Bryndís Rún Hansen fyrrum sunkona Óðins sem býr nú og æfir með félagi sínu í Bergen er á fullri ferð í sundinu um þessar mundir, auk hefðbundinna sund- og þrekæfinga hefur hún bætt við sig Crossfit æfingum þrisvar í viku með góðum árangri.

Bryndís keppti um miðjan mars á norska meistaramótinu í 25m laug þar sem hún var að bæta persónulegan árangur sinn og vann til silfur- og bronsverðlauna. Með boðsundssveit félagsins vann hún til gullverðlauna þar sem sveitin synti undir norsku meti, metið er hins vegar ekki viðurkennt þar sem Bryndís er íslensk og getur ekki sett norsk met.

Nú í vikunni fyrir páska keppti Bryndís á mjög sterku móti í 50m laug í Kaupmannahöfn, Danish Open þar var hún einnig  miklu stuði, synti sig inn í undarásir og í úrslit í öllum sínum greinum, bætti persónulegan árangur og vann til bronsverðslaun í flugsundi. Í tveimur sundum synti hún undir B lágmörkum fyrir HM í Barcelona nú í sumar. 

Næsta mót hjá Bryndísi verður í Bergen um miðjan apríl, Bergen swim festival er árlegt mót þar sem flestir af sterkustu sundmönnum norðurlandana keppa á. Mótið í ár verður minningarmót um Alexander Dale Oen norska sundmanninn sem varð bráðkvaddur í æfingarferð í Bandaríkjunum fyrir ári.  Auk sundmanna frá norðurlöndunum verða ólympíu-, Evrópu- og heimsmeistarar meðal keppenda sem vilja heiðra minningu Dale Oen.

Til baka