Hrafnhildur vann besta afrekið á ÍM50 2013
16.04.2013
Til bakaHrafnhildur kom sá og sigraði á ÍM50 2013.
Hún fékk Ásgeirsbikarinn sem er veittur fyrir besta afrek ÍM50 samkvæmt stigatöflu Alþjóðasundsambandsins fyrir afrek sitt í 200m bringusundi.
Hrafnhildur fékk einnig Kolbrúnarbikarinn sem veittur er fyrir besta afrek kvenna á milli Íslandsmóta.
Hrafnhildur hlaut einnig Sigurðarbikarinn sem er veittur fyrir besta bringusundsafrek á ÍM50.
Jakob Jóhann Sveinsson fékk Pálsbikarinn en hann er veittur fyrir besta afrek karla á milli Íslandsmeistaramóta.