IMOC lokið - SH-ingar sigurvegarar!
04.05.2013
Til bakaRétt í þessu lauk þriðja og síðasta hluta Opna Íslandsmótsins í Garpasundi.
Sundfélag Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari en þeir höfðu yfirburðaforystu allt frá fyrsta hluta. Sundfélagið Ægir lentu í öðru sæti og Sunddeild Breiðabliks náðu þriðja sæti.
Heildarstigafjöldi félaga:
- SH 1360 stig
- Ægir 532 stig
- Breiðablik 436 stig
- UMF Selfoss 232 stig
- UMF Tindastóll 175 stig
- Sundfélag Akraness 142 stig
- ÍBV 111 stig
- UMS Borgarfjarðar 95 stig
- Stjarnan 49 stig
- Óðinn 43 stig
- Keflavík 24 stig
- HS Bolungarvík 23 stig
- Hamar 7 stig
Við óskum SH-ingum til lukku með sigurinn og þökkum sundfólki fyrir góða keppni.
Lokahófið hefst svo kl. 19:00 á eftir í Ásvallalaug.