Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öðrum degi lokið á Smáþjóðaleikunum - 3 mótsmet

29.05.2013

Öðrum degi er nú lokið á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg.  Úrslitahlutanum lauk fyrir stuttu og náðust 5 gull, 4 silfur, 3 brons og 3 mótsmet þennan daginn. Flottur árangur.

Í 100m baksundi sigraði Eygló Ósk á nýju mótsmeti, 1:02,89.  Ingibjörg Kristín lenti í öðru sæti á tímanum 1:04,47.
Davíð Hildiberg lenti einnig í öðru sæti í 100m baksundi á tímanum 57,91 og Kolbeinn synti sig í fjórða sætið með tímanum 59,33.

Í 400m skriðsundi synti Inga Elín á tímanum 4:24,73 og endaði í þriðja sæti. Rebekka Jaferian synti á 4:38,16 og endaði í fimmta sæti.
Anton Sveinn sigraði karlamegin í 400m skriðsundinu á tímanum 3:59,25. Arnór Stefánsson synti á tímanum 4:09,57 og endaði í fjórða sæti.

Í 100m flugsundi náði Jóhanna Gerða þriðja sæti á tímanum 1:02,92 en Ingibjörg Kristín kom þar næst á eftir í fjórða sæti á tímanum 1:03,83.
Daníel Hannes náði þriðja sætinu í 100m flugsundi á tímanum 57,14 og Kristinn synti á tímanum 58,24 sem dugaði honum í sjötta sæti.

Í 200 bringusundi sigraði Hrafnhildur á tímanum 2:31,28 og bætti eigið mótsmet sem var 2:32,29. Karen sif endaði í sjötta sætinu á 2:46,56.
Anton Sveinn sigraði einnig í greininni með tímann 2:16,97 og Hrafn tyllti sér í annað sætið með tímann 2:19,56.

Þá var komið að 4x200m skrið boðsundi þar sem íslenska kvennasveitin sigraði á tímanum 8:25,24 og stórbætti mótsmetið, 8:33,25, sem var í eigu Íslendinga líka.
Sveitina skipuðu þær Eygló Ósk, Inga Elín, Hrafnhildur og Jóhanna Gerða.
Strákarnir syntu á 7:39,15 sem skilaði öðru sæti. Sveitina skipuðu Davíð Hildiberg, Aron Örn, Daníel Hannes og Anton Sveinn.

Við óskum sundfólkinu okkar til hamingju með afrakstur dagsins og sendum baráttukveðjur til þeirra fyrir komandi átök.

Til baka