Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ársþing og stjórnarfundur NSF í Helsinki 2013

08.06.2013

ÁRSÞING NSF í Helsinki 8/6 2013

1.     Ársþingið sett kl 09:00 – Sami Wahlman forseti NSF setti ársþingið og bauð þátttakendu velkomna.

2.     Farið yfir fundargerðir síðasta árs og staðfestar með orðalagsbreytingum.

3.     Skýrsla stjórnar. 

a.      Gerð athugasemd með að framkvæmdastjórafundur/landsliðsþjálfarafundur í janúar hafi breytt reglum og dagsetningum sem fyrirfram voru ákveðnar.  Áréttað að ársþing NSF er eini aðilinn sem getur breytt reglum og dagsetningum.

b.     Samþykkt að senda framkvæmdastjóra NSF skýrslur um norrænu mótin.

c.      Sagt frá fræðsluráðstefnu NEG í Færeyjum.  Talin besta ráðstefnan til þessa.

d.     Sagt frá ráðstefnu NEG um ungbarnasund sem var í Danmörku.  Tókst mjög vel.

e.      Stjórn NEG leggur til að hvert land verði ábyrgt fyrir fjármögnun ráðstefnunnar í sínu landi.

f.      Næstu ráðstefnur eru 2014 í Noregi, 2016 og 2018 ekki ákveðið.  Áætlað að ráðstefnan verði á Íslandi aftur árið 2020.

g.     Í Svíþjóð verður ráðstefna í janúar 2014 sem er um sundkennslu og NEG verður í samvinnu við þá sem skipuleggja hana.

4.     Reikningar NSF

a.      Lagðir fram

b.     Kemur fram að það vantar greiðslur fyrir 2012 frá Danmörku, Íslandi og Finnlandi fyrir síðasta ár.  Einhver ruglingur á reikningum, en þeir verða uppfærðir og sendir aðildarlöndum á ný.

c.      Greiðsla fyrir 2013 hefur borist frá ofangreindum löndum

d.     NEG reikningar lagðir fram. 

e.      Lagt til að þeir peningar sem til eru hjá NEG verði notaðir í þróun á sundkennslu.

f.      Niðurstaðan er sú að NEG tekur við sjóðnum og gerir tillögur til stjórnar um nýtingu á honum.

5.     Ákvörðun um árgjald

a.      Ákveðið að það verði óbreytt 7500 sek á ári.

6.     Umsókn Eistlands um að verða aðilar að NSF

a.      Umsóknin rædd og ákveðið að fela Finnlandi að setja upp tillögu að nýjum lögum NSF og leggja fyrir aukaþing í Edinborg í september í tengslum við LEN þing.

7.     Breytingar á reglum NSF

a.      Tillaga um að NÆM verði sömu helgi og EMU á hverju ári (2.1) samþykkt

b.     Tillaga um að greinarnar á NÆM verði þær sömu og á EYOF (2.4) samþykkt

c.      Tillaga um að synda í tveimur hlutum á laugardegi og sunnudegi (2.5) samþykkt

d.     Tillaga um að hafa opinbera stigakeppni í NÆM milli landa og mótshaldari veiti bikar fyrir stigahæsta lið (2.6) samþykkt

e.      Tillaga um að festa NÆM sem 50 metra mót (2.7) samþykkt

f.      Tillaga um að NMU verði sama helgi og EM25 (3.1) samþykkt

g.     Tillaga um að 50 metra greinar verði eingöngu í pre-senior flokki, en junior geta tekið þátt án þess að eiga möguleika á verðlaunum (3.4) fellt  Junior mega synda 50 metra greinar í úrslitum

h.     Boðsund ??????

i.       Stig eru reiknuð opinberlega (3.7)

j.       Tillaga um að NMU verði fest í 25 metra laug (3.8) samþykkt

k.     Tillaga um bæta við 50 metra greinum í opnum flokki (3.10) samþykkt

l.       Tillaga um að bestu þrír sundmenn fái sérstök verðlaun samkvæmt FINA stigum (3.11)

m.   Nýjar reglur fyrir dýfingar.   samþykkt

n.     Tillaga um að það megi halda junior og senior mótin í syncro sömu helgi, en sé ekki skylda. samþykkt

o.     Engar breytingar í reglum um sundknattleik.

p.     Tillaga um að bætt verði við nýjum reglum um hvernig eigi að halda garpamót í openwater. samþykkt að vinna betur að þessum reglum áður en þær verða lagðar fyrir á ný

q.     Engar tillögur um nýjar reglur fyrir open water

r.      Tillögur um nýjar reglur fyrir NEG.  samþykkt

8.     Farið yfir norrænu mótin framundan

a.      Samhæfð sundfimi í Finnlandi 14 – 16 júní

b.     Open Water í Halmstað Svíþjóð 2/7 5km

c.      Open Water á Kastrup Danmörku 24/8 10km

d.     NÆM Reykjavík Íslandi 13-14/7

e.      Norræna Garpamótið Reykjavík Íslandi, 4-5/10

f.      Sundknattleikur félagakeppni Stokkhólmur Svíðþjóð október

g.     Dýfingar Kristinasand Noregi 29/11-1/12

h.     Sundknattleikur junior Litháen 29/11-1/12

i.       NMU í Færeyjum 6-8/12

9.     Næsta ársþing verður haldið í Færeyjum 9-11/5 2014

10.  NEG fulltrúar eru tilnefndir af löndunum og framkvæmdastjóri NSF heldur utan um það.

11.  Ársþingi slitið kl. 10:30.

 

 

 

 

Stjórnarfundur í NSF 2013

1)     Sami opnaði fundinn kl. 10:30

2)     Samþykkt dagskrá

3)     Staðfestar fundargerðir með smáleiðréttingum

4)     Skýrslur frá hverju landi

a.      Danmörk; undirbúningur fyrir EM25 í Herning 2013 á fullu og gengur vel.  Eru að gera breytingar á uppbyggingu á sundíþróttum í Danmörku, þannig að keppendur séu betur undirbúnir áður en þeir fara á alþjóðleg mót.

b.     Eistland; nýkjörin stjórn að taka við og kynna sér málin.  Þau eru að endurskipuleggja sig og eru með einn starfsmann í fullu starfi ásamt mörgum sjálfboðaliðum.  Leggja mikla áherslu á að vera í samstarfi við önnur lönd og eru þess vegna að sækja um aðild að NSF.  Eru með þröngan fjárhag.

c.      Færeyjar; eru að upplifa góð úrslit í íþróttalegu tilliti en klúbbarnir eru ekki mjög virkir. Vantar mjög að fjölga í félögunum.  Þeir eru að búa til lífsbjargarhluta innan sambandsins og gengur vel.  Eru í fjárhagserfiðleikum.  Leggja mikið upp úr norræna samstarfinu og norrænu mótunum.  Eru að undirbúa NMU í vetur.  Eru vel á veg komin með að hanna og byggja fyrstu 50 metra laugina í Færeyjum og áætla að opna hana í lok þessa árs.

d.     Finnland; Nýr formaður og eru að gera breytingar á lögum sambandsins.  Miklar breytingar á uppbyggingu sundíþrótta, leggja áherslu á aðrar sundíþróttir en bara keppnissund.  Nýr landsliðsþjálfari, danskur. 

e.      Ísland; Sundþing var haldið í febrúar, formaður og hálf stjórn kjörin til 4 ára.  Mjög virk og góð stjórn.  Erum að upplifa kynslóðaskipti hjá keppnisfólkinu okkar.  Erum með landsliðsþjálfara í hlutastarfi.  Erum að leggja upp með áætlun til að fjölga í sundíþróttum á Íslandi, vonandi í samstarfi við ÍSÍ og fleiri.  Leggjum á okkur til að koma öðrum sundíþróttum á kortið.   Höfum nýlokið Smáþjóðaleikum og erum í undirbúningi fyrir leikana 2015.  IGLA var gott innlegg í þann undirbúning.  Erum að takast á við erfiðan fjárhag eins og aðrar þjóðir.  Undirbúningur fyrir NÆM og NOM gengur vel.

f.      Noregur; nýbúnir að ljúka ársþingi og allir stjórnarmenn nýjir nema formaðurinn.  Þeir eru að búa til umgjörð fyrir open water.  Þeir hafa lagt mikið í að stofna ný félög og setja sundkennslu af stað í Noregi.  Þeir hafa sundskólaáætlun og bera ábyrgð á því að mennta sundkennara.  Kynslóðaskipti í keppnishópnum hjá þeim.  Ný 50 metra laug í Kristiansand og í Bergen er verið að byggja 50 metra laug.  Einhverjar laugar eru svo á áætlun.  Þetta er gert að undirlagi norska sambandsins.

g.     Svíþjóð; Theressa Alshammar orðin móðir.  Nýr samningur við Arena.  Einnig samningur við Eon og minni samningar tengdir ýmsum sundíþróttum.  Hafa mjög gott skipulag á örðum sundíþróttum og eru td með 25 atburði tengda open water á þessu.  Eru að búa til nýja umgjörð um keppnissund, eru með þrjá nýja landsliðsþjálfara í fullu starfi.  Búnir að gefa út stefnuna til næstu 3 ára.

5)     NEG – afgreitt á ársfundinum

6)     LEN og FINA málefni.

a.      Sven von Holst og Per Rune segja að unnið sé mikið starf innan LEN.  Eftir að framkvæmdastjóri var látinn fara var störfum hans dreift milli forseta, gjaldkera og ritara.  Þetta hefur ekki gengið nógu vel.  Það er ekki komið neitt svar um ÓL Evrópu. 

b.     Fáar ákvarðanir opinberar.  Ekki markvisst unnið innan stjórnar en mjög nauðslegt að koma á almennu verklagi og ráða framkvæmdastjóra.

c.      Ekki er allt upp á borðinu varðandi hvar skrifstofur LEN verða í framtíðinni.  Omega mun ekki styðja LEN vegna árekstra við FINA.

d.     Fjárhagur LEN er „undarlegur“  þar sem fátt er í hendi.  Verið að reyna að fá yfirsýn yfir þau og verið að koma heim og saman samningum.

e.      Undarlegar ákvarðanir sem hafa verið teknar á undanförnum tuttugu og fimm árum varðandi fjármál.

f.      TSC, LEN og FINA.  Sören Korbo og Rein Hajland gerðu grein fyrir að ýmsar ákvarðanir hefðu verið teknar fram hjá LEN nefndinni.  Styrktarsjóðir LEN hafa breyst en eitthvað er óljóst í sambandi við þá.  Engar upplýsingar að hafa um þá að sinni.

g.     Engar þjálfararáðstefnur eða dómararáðstefnur hafa verið samþykktar að sinni innan LEN.

h.     Ennþá vandamál gagnvart EMU 2015 vegna ÓL Evrópu.

i.       TSSC, Ulla gerir grein fyrir samskonar samskiptaerfiðleikum við LEN og TSC hefur verið í.

j.       TOWC, Jon gerir grein fyrir stöðu mála þar.  Ekki verður um open water keppni á vegum LEN í ár.  Öryggisreglur FINA eru mjög íþyngjandi í OW.  Öryggisfulltrúar á OW ættu að vera sérfræðingar sem vinna við meta ástand.

k.     TMC, Sami og Hörður gera grein fyrir stöðu mála þar sem tengjast Evrópumóti garpa í Eindhoven. 

l.       Nærrænir fulltrúar sem stungið verður upp á í FINAstjórnina og FINAnefndir.  Fulltrúar verða að vera tilnefndir af eigin samböndum.  Óvíst hvort búið er að uppfylla Evrópukvótann fyrir FINA stjórnina.  Möguleiki á að fá danskan fulltrúa í FINA stjórnina sem væri mjög góð niðurstaða.  Nokkrar umræður um mögulega fulltrúa NSF í nefndir FINA.

m.   Breytingar á lögum FINA liggja fyrir.  Norræna sambandið leggur til að leyfðar verði „underwater“ myndavélar í almennum reglum FINA.

7)     Aukastjórnarfundur verður haldinn í Barcelona 25 júlí 2013.  Skypefundir ef þarf að afgreiða eitthvað fyrir þann tíma.  Aukaþing og aukastjórnarfundur NSF verða haldnir í Edinborg um leið og LEN þing verður haldið í september þar sem umsókn Eistlands verður afgreidd.

8)     Umræður um þróun og hvert eigi að stefna með norrænt samstarf. 

a.      Hvernig getur NSF stutt við bakið á löndunum í uppbyggingu sundíþrótta?

b.     Rætt um hvernig hægt er að halda utan um upplýsingar og reglur og um veikleika og styrkleika NSF – hvort við ættum að breyta reglum um forsæti í sambandinu.

c.      Rætt um að setja upp vefsíðu og facebook síðu.  Framkvæmdastjórum falið að koma því í farveg.

d.     Hvernig getum við náð lengra í sundíþróttum?

e. Rætt um samstarf við sambönd fatlaðra.

9)     Stjórnarfundi slitið 15:30


Til baka