Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrir framtíðina

02.07.2013Formaður SSÍ hefur sent út ósk um ábendingar/tillögur/hugleiðingar í tengslum við mótahald og atburði á vegum SSÍ.  Hann óskar eftir viðbrögðum fyrir 7. júlí 2013 um framkvæmd móta, hvað má bæta, hvað er hægt að gera betur, hvað er vel gert, hverju þarf að breyta í reglugerðum osfrv.  Ábendingar má senda á formaður@sundsamband.is
Bréf formannsins hljóðar svo:


"Kæru félagar 


Nú þegar komið er að lokum AMÍ 2013 og UMÍ 2013 er lokið einnig, finnst mér rétt að óska eftir viðbrögðum/ábendingum/tillögum frá þessum hópi.  Meðal þess sem ég óska eftir eru hugleiðingar ykkar um framkvæmd mótana, hvað má bæta, hvað var vel gert, hvernig getum við gert betur, þarf að breyta reglugerðum, tillögur um lágmörk osfrv.
Ég bið ykkur að senda mér viðbrögð ykkar innan viku þe fyrir 7. júlí.  Þannig náum við vonandi að fanga það sem betur má fara.  
Þið megið einnig senda mér hugleiðingar um önnur mót og verkefni ef þannig stendur á.


Tímaáætlunin sem ég er að vinna með er eftirfarandi:  7 júlí hugleiðingar og upplýsingar komnar í hús.  15 ágúst fyrsta tillaga m/breytingum send út til félaga og þjálfara til umsagnar.  15 september lokaútgáfa tilbúin ásamt lágmörkum.


Hef þegar fengið nokkrar munnlegar athugasemdir tengdar boðsundum, verðlaunaveitinum, stigaútreikningi, aðstöðu og fleira en óska eftir því að fá þær skriflegar.


Óska einnig eftir hugleiðingum ykkar um atburðadagatal.


Vinsamlega sendið ábendingar á formaður@sundsamband.is


Kær kveðja 


Hörður J. Oddfríðarson 


formaður SSÍ"


Til baka