Beint á efnisyfirlit síðunnar

EMU - dagur 3

12.07.2013

Íris Ósk og Kristinn voru rétt við að komast í undanúrslit í sínum greinum og Ólöf Edda bætti sinn besta tíma.
Íris Ósk Hilmarsdóttir synti 50 baksund á tímanum 31,06 enn til að komast í undanúrslit þurfti að synda á 30,73.  
Kristinn Þórarinsson synti 200m baksund á tímanum 2:08.36 enn til að komast í undanúrslit þurfti að synda á 2:07.54.  
Ólöf Edda Eðvarðsdóttir synti 100m flugsund á tímanum 1:07.49 og bætti sinn besta tíma. 
Á morgun keppa þau svo öll aftur.  Kristinn í 50m baksundi, Íris í 100m baksundi og Ólöf í 200m fjórsundi.  

Hvetjum svo alla til að fylgjast með spennandi keppni í úrslitum í kvöld.  Það er virkilega gaman að sjá alla þessa sterku sundmenn sem hér eru saman komnir og mikil barátta um verðlaunasæti. 


Kv. Raggi.

Til baka