EMU - Dagur 4
13.07.2013
Til bakaÓlöf Edda og Íris Ósk hafa nú lokið keppni á Evrópumóti Unglinga í Póllandi. Kristinn á eitt sund eftir 400m fjórsund á morgun. Öll syntu þau í undanrásum í morgun rétt við sína bestu tíma.
Kristinn Þórarinsson fór 50m baksund á 27.99.
Íris Ósk Himarsdóttir fór 100m baksund á 1:06.94
Ólöf Edda Eðvarsdóttir fór 200m fjórsund á 2:27.87.
Seinni partinn verður svo farið upp í laug og horft á undanúrslit og úrslit. Það verður t.d. spennandi að sjá Ólympíumeistarann frá Litháen Ruta Meilutyte eða „strætóinn“ eins og stelpurnar kalla hana synda 100m bringusund.
Kv. Raggi.