"Ég læt þetta ekki pirra mig"
30.07.2013Anton Sveinn McKee lauk 800 metra skriðsundi á tímanum 8:08,7 en Íslandsmetið hans í greininni er 8:08,09.
Anton var ekki alveg sáttur þegar hann kom upp úr, "ég byrjaði vel og leið vel í lauginni en svo þyngdist þetta" sagði hann. "En ég læt þetta ekkert pirra mig".
Anton á eftir að synda tvær greinar hér á mótinu, 200 metra bringusund á fimmtudag og svo 400 metra fjórsund á sunnudag nk.
Til baka