Ingibjörg með nýtt Íslandsmet í 50 metra baksundi
31.07.2013Ingibjörg Kristín Jónsdóttir setti rétt í þessu nýtt Íslandsmet í 50 metra baksundi á HM50 í Barcelona. Hún synti greinina á 28,62 sekúndum sem er 27/100 bæting frá fyrra meti sem var 28,99 sekúndur. Hún átti það met sjálf, setti það á ÍM50 nú í apríl. Hún lenti í 17 sæti í greininni af 53 keppendum, en 16 hröðustu fara í undanúrslit.
Jacky Pellerin landsliðsþjálfari sagði að sundið hennar hefði verið mjög gott, frábær byrjun og gott úthald. Sjálf var Ingibjörg nokkuð ánægð en fannst hún hafa getað gert betur í endann.
Engu að síður gott sund hjá Ingibjörgu á nýju Íslandsmeti.
Á facebooksíðu SSÍ er hægt að finna stutt viðtal við Ingibjörgu.
Til bakaJacky Pellerin landsliðsþjálfari sagði að sundið hennar hefði verið mjög gott, frábær byrjun og gott úthald. Sjálf var Ingibjörg nokkuð ánægð en fannst hún hafa getað gert betur í endann.
Engu að síður gott sund hjá Ingibjörgu á nýju Íslandsmeti.
Á facebooksíðu SSÍ er hægt að finna stutt viðtal við Ingibjörgu.