Leiðinda misskilningur og mistök
31.07.2013Eins og fram kom í morgun þá náði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir 17 sæti í 50 metra baksundi. Finnsk stúlka synti á nákvæmlega sama tíma, þannig að í raun hefði átt að fara fram umsund um hvor þeirra væri fyrr í röðinni ef einhver skráir sig úr undanúrslitum. Fyrir einstaka óheppni heyrði íslenska liðið aldrei tilkynningu um að hafa samband við keppnisstjórn. En það sem verra er að bæði liðstjóri íslenska liðsins og þjálfari liðsins reyndu að eigin frumkvæði að ná sambandi við keppnisstjórnina en var vísað frá af öryggisvörðum. Á meðan var finnski liðsstjórinn að ganga frá því að finnski keppnandi yrði fyrstur inn ef til kæmi úrskráning. Það var svo ekki fyrr eftir að mótshlutanum lauk að í ljós kom hvernig í pottinn var búið. Við höfum því sett fram formlega kvörtun til FINA um framkvæmdina og vonumst til að vinnubrögðin breytist og lagist. Við sitjum uppi með að Ingibjörg á ekki að synda, nema einhver annar keppandi ákveði á síðustu stundu að mæta ekki til keppni. Því miður, en við bítum í skjaldarrendur og höldum áfram á jákvæðum nótum í anda þess sem kemur fram á facebooksíðu Íslenska landsliðsins í sundi
"Fjórði keppnisdagurinn og loksins stakk Ingibjörg sér til sunds. Hún synti 50m baksund og fór á 28.62 sem er glæsilegt nýtt Íslandsmet! Hún bætti metið um 37 hundruðustu úr sekúndu sem er töluvert fyrir 50m, og þar sem hún setti hitt metið nú á ÍM50 í apríl (28.99). Endaði hún í 17. sæti af 51 ásamt annarri stelpu frá Finnlandi. Þýðir það að ef einhver skráir sig úr greininni myndi svokallað swim-off fara fram um hvor þeirra ætti að fara í undanúrslit.
Eftir að hafa beðið í þó nokkurn tíma kom í ljós að Ingibjörg átti að synda swim-off en vegna mistaka og misskilnings fékk hún ekki skilaboðin og finnska stelpan fékk að synda í undanúrslitunum.
Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt og allir mjög svekktir yfir þessu en því verður ekki breytt. Mistökin gerast og við höldum sterk áfram.
Á morgun eru Hrafnhildur og Anton bæði að keppa í 200m bringusundi."
Til baka"Fjórði keppnisdagurinn og loksins stakk Ingibjörg sér til sunds. Hún synti 50m baksund og fór á 28.62 sem er glæsilegt nýtt Íslandsmet! Hún bætti metið um 37 hundruðustu úr sekúndu sem er töluvert fyrir 50m, og þar sem hún setti hitt metið nú á ÍM50 í apríl (28.99). Endaði hún í 17. sæti af 51 ásamt annarri stelpu frá Finnlandi. Þýðir það að ef einhver skráir sig úr greininni myndi svokallað swim-off fara fram um hvor þeirra ætti að fara í undanúrslit.
Eftir að hafa beðið í þó nokkurn tíma kom í ljós að Ingibjörg átti að synda swim-off en vegna mistaka og misskilnings fékk hún ekki skilaboðin og finnska stelpan fékk að synda í undanúrslitunum.
Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt og allir mjög svekktir yfir þessu en því verður ekki breytt. Mistökin gerast og við höldum sterk áfram.
Á morgun eru Hrafnhildur og Anton bæði að keppa í 200m bringusundi."