"...engin leið önnur en upp" Hrafnhildur í milliriðla á HM50
01.08.2013Hrafnhildur Lúthersdóttir synti 200 metra bringusund núna rétt áðan á 2:28,12 og lenti í 16 sæti af 39 keppendum í greininni. Hún var skráð með 18 besta tímann fyrir svo þetta var góð niðurstaða. Íslandsmetið hennar er 2:27,11.
Hrafnhildur syndir því í milliriðlum í kvöld og keppir að því að ná inn í úrslitasundið. Hún var að vonum sátt við niðurstöðuna, "Þegar maður er í 16 sæti er engin leið önnur en upp" sagði hún aðspurð um áætlun fyrir kvöldið.
Hrafnhildur hélt löngum og kraftmiklum tökum allt sundið og bætti í á seinni hlutanum. Við erum því bjartsýn fyrir kvöldið hér í Barcelona.
Til baka