Anton bætti sig í 200 metra bringusundi
01.08.2013Anton Sveinn McKee synti einnig 200 metra bringusund núna í morgun. Hann bætti tímann sinn rækilega synti á 2:15,12 en átti 2:16,97 áður. Hann nálgast Íslandsmet Jakobs Jóhanns hægt en nokkuð örugglega.
Anton Sveinn var vígreifur í lok sundsins og sagði að þessi aukagrein hjálpaði honum að búa sig undir 400 metra fjórsund sem fram fer á sunnudag.
Anton var skráður inn með 40 besta tímann af 43, en þegar þetta er skrifað er ekki ljóst í hvaða sæti hann lenti. Allt bendir til þess að hann hafi færst upp listann, þó hann hafi ekki náð inn í milliriðla.
Til baka