Jacky ánægður eftir undanrásir dagsins
01.08.2013Jacky Pellerin var að vonum sáttur með árangur Íslendingana í morgun.
"Þetta gekk mjög vel hjá okkur í morgun. Hrafnhildur hafði stjórn á sundinu sínu, bætti í þegar þess þurfti og hafði gaman af. Hún hélt löngum kraftmiklum sundtökum allan tímann og tryggði sér sæti í milliriðlum.
Anton Sveinn var einnig mjög einbeittur og honum fer verulega fram í bringusundi. Það skiptir miklu máli ef sundmenn ætla sér að ná langt í fjórsundi."
Síðasta greinin sem Íslendingar taka þátt í er einmitt 400 metra fjórsund karla nk sunnudag, en á morgun syndir Eygló Ósk Gústafsdóttir 200 metra baksund, sem er hennar besta grein. Þær stöllur Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir synda á laugardag 50 metra skriðsund Ingibjörg og 50 metra bringusund Hrafnhildur.