Eygló Ósk varð í 17 sæti
02.08.2013Eygló Ósk var hársbreidd frá því að synda sig beint inn í undanúrslit í 200 metra baksundi þegar hún synti greinina á 2:12,14. Að sögn Jacky Pellerin synti Eygló mjög vel en of hægt. Ennþá er óvíst hvort Eygló kemst í undanúrslitin, það kemur í ljós innan stundar hvort einhver af sundkonunum í sætum 1-16 skráir sig úr greininni.
Eygló var að vonum svekkt yfir niðurstöðunni, en lýsti sundinu á svipaðan hátt og Jacky, hún hafi byrjað of hægt og ekki náð að setja kraft í síðari 100 metrana.
Til baka