"Mér líður vel í vatninu..."
02.08.2013"Mér líður vel í vatninu hér og held að ég sé í góðu formi" sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir þegar hún lauk upphitun fyrir 200 metra baksund hér á sjötta keppnisdeginum á HM í Barcelona. Hún á sjálf Íslandsmetið í greininni, en það er 2:10,38 en hún setti það þegar hún náði lágmarkinu á ÓL á ÍM í fyrra. Við óskum henni auðvitað alls hins besta, en Eygló er skráð inn með 16 besta tíma af 37 og syndi í síðasta riðli á 7 braut.
Til baka