Hrafnhildur í milliriðla með nýtt Íslandsmet
03.08.2013Hrafnhildur Lúthersdóttir gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet í 50 metra bringusundi núna hér í Barcelona á Spáni. Hún synti á 31,50 sekúndum sem er sekúndu betri tími en hún var skráð inn á og 35/100 betri en Íslandsmetið hennar frá því í fyrra. Hrafnhildur lenti í 16 sæti í greininni sem er einnig mjög góður árangur því hún var skráð inn í 39 sæti af 86 keppendum. Frábært sund hjá Hrafnhildi og góður dagur hér í Barcelona.
Til baka