Hrafnhildur varð í 13. sæti á nýju Íslandsmeti í 50 metra bringusundi
03.08.2013Hrafnhildur Lúthersdóttir setti Íslandsmet og náði 13. sætinu í milliriðlum í 50 metra bringusundi hér á HM í Barcelona. Hún synti á 31,37 sem er 13/100 betri tími en Íslandsmetið hennar í morgun.
Fyrir sundið var hún afslöppuð en einbeitt og hún synti þessa 50 metra með ákveðnum sundtökum, lá hátt í sundinu og náði að halda hraðanum alla leið. Fínt sund hjá Hrafnhildi sem hefur þar með lokið þátttöku sinni á HM50 hér í Barcelona. Í seinni riðlinum setti Litháíska stúlkan Ruta Meilutyte heimsmeti í greininni, en hún synti á 29,48 sekúndur, bætti metið um 30/100.
Til bakaFyrir sundið var hún afslöppuð en einbeitt og hún synti þessa 50 metra með ákveðnum sundtökum, lá hátt í sundinu og náði að halda hraðanum alla leið. Fínt sund hjá Hrafnhildi sem hefur þar með lokið þátttöku sinni á HM50 hér í Barcelona. Í seinni riðlinum setti Litháíska stúlkan Ruta Meilutyte heimsmeti í greininni, en hún synti á 29,48 sekúndur, bætti metið um 30/100.
Á morgun syndir svo Anton Sveinn 400 metra fjórsund og eftir því sem Jacky segir getur allt gerst. Fylgist því vel með drengnum.