Ingibjörg Kristín bætti árangur sinn í 50 metra skriðsundi
03.08.2013Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synti 50 metra skriðsund á 25,88 sekúndum hér í Barcelona nú rétt í þessu. Ingibjörg bætti tímann sinn verulega en besti tími hennar hingað til í greininni var 26,06 sekúndur. Þá hækkaði hún á listanum, hún var skráð inn 38 af 90 keppendum en endar í 33. sæti. Fínn árangur hjá Ingibjörgu sem nú hefur lokið keppni á HM50 á Spáni.
Til baka