Beint á efnisyfirlit síðunnar

Styrmisfólk hefur lokið keppni á IGLA í Seattle

18.08.2013

Fréttatilkynning frá Íþróttafélaginu Styrmi.

"Nú hefur sundlið Styrmis lokið keppni hér á IGLA í Seattle. Keppnin hefur verið hörð og skemmtileg og hefur staðið yfir síðan á þriðjudaginn síðasta. Sjö keppendur kepptu á vegum Styrmis, bæði í sundi og dýfingum. Þjálfari hópsins er Hólmgeir Reynisson.

Sértaklega hefur verið gaman fyrir okkur að vera hér og taka á móti endalaust mörgum þökkum fyrir móttökurnar á Íslandi í mai á síðata ári. Greinilegt er að fólk hefur skemmt sér vel hjá okkur í fyrra. 

Íslenska hópnum gekk vel og var það okkur sérstök ánægja að Julio skyldi keppa í dýfingum ásamt sundinu. Julio keppti bæði á 1 og 3 metra palli, bæði í einstaklingskeppni sem og í samhæfðum dýfingum. Hann hefur æft og keppt með Styrmi síðustu 4 ár en þetta er í fyrsta sinn sem hann keppir í dýfingum fyrir hönd Styrmis. Julio er fæddur í Mexico og byrjaði hann að æfa dýfingar 8 ára og keppti í Mexico í nokkur ár. Síðasta vetur fór hann svo að æfa dýfingar í kjölfari þess að ÍTR endurnýjaði stökkbrettin í Sundhöll Reykjavíkur fyrir IGLA mótið í Reykjavík í fyrra.

Julio keppti einnig í samhæfðum dýfingum með Justin Gould frá Team New York Aquatics. (Sjá video hér)

Styrmis fólk nældi sér í 15 verðlaunapeninga, 5 silfur og 10 brons og skiptust verðlaunin svona niður


Hjörtur Þorbjörnsson
brons 4 x 50 skrið
brons 4 x 50 fjórsund

Hólmgeir Reynisson
brons 4 x 50 skrið
brons 4 x 50 fjórsund

Jón Örvar Gestsson
brons 50 m bringusund
brons 4 x 50 skrið
brons 4 x 50 fjórsund

Julio César León Verdugo
silfur 50 m skriðsund
brons 4 x 50 skrið
brons 4 x 50 fjórsund

dýfingar
silfur 1 m pallur single
sifur 1 m pallur samhæfðar dýfingar ásamt Justin Gould frá Team New York
silfur3 m pallur samhæfðar dýfingar ásamt Justin Gould frá Team New York

María Berg Hannesdóttir
silfur 50 m bringusund
brons 50 m skriðsund"

Til baka