Þórunn og Helga á EM garpa ásamt 5100 öðrum
Helga synti í gær 100 metra skriðsund og Þórunn synti fyrr á mótinu 800, 400 og 200 metra skriðsund.
Þær eru hér í góðum félagsskap, 5100 keppendur eru á Evrópumeistaramótinu, 4400 keppa í sundi, 180 í dýfingum, 130 í samhæfðri sundfimi og 830 í víðavatnssundi. Þá var keppt í sundknattleik í Búdapest í lok júní þar sem kepptu 62 lið. Eins og sjá má á þessum tölum er eitt svona mót töluvert fyrirtæki og hollendingarnir sem standa að skipulagningu þess standa sig afburðavel. Þeir hafa sett upp lítið "þorp" sem er einskonar samkomustaður keppenda, fylgdarfólks og annarra sem koma að mótinu. Þar fara fram verðlaunaveitingar og allir fá jákvæða athygli. Það ríkir líka gleði í hópnum, þarna hittast "gamlir" andstæðingar úr sundíþróttum sem koma hér til keppni sér til ánægju og yndisauka.
Á morgun verður keppt í víðavatnssundi og mótinu lýkur svo mikilli lokahátíð annað kvöld.