Uppfært Atburðadagatal
Nú hefur uppfært Atburðadagatal verið sett á síðuna. Eins og sjá má hafa orðið breytingar á útliti sem vonandi eru til þæginda, en efnislega er þetta sama dagatalið og við gáfum út staðfest af stjórn SSÍ í byrjun sundárs.
Inn á dagatalið er búið að setja öll Alþjóðleg mót sem við ætlum okkur að taka þátt í, Íslands-, Bikar- og Aldursflokkamót, opin sundmót félaga og einhver önnur mót félaga sem hefur verið óskað eftir að færu inn á dagatalið.
Einnig hafa verið settir inn fundir stjórnar, alþjóðasamstarf SSÍ og svo norðurlandamót í öðrum sundíþróttum en sundi. Það er gert til að brýna okkur til að sinna hlutverki okkar sem samband allra sundíþrótta.
Við munum reyna að viðhalda dagatalinu eins og hægt er jafnóðum.
Inn á það vantar ennþá endanlega dagsetningu á FÆR vs ÍSL og endanlega dagsetningu og staðsetningu á Sundmóti smáþjóða Evrópu.