Sunddeild Fjölnis óskar eftir sundþjálfara til starfa
15.11.2013
Til bakaSunddeild Fjölnis óskar eftir að ráða sundþjálfara til starfa.
Um er að ræða þjálfun yngri hópa í Grafarvogslaug.
Þjálfari mun vinna í samvinnu við yfirþjálfara og stjórn deildar að því markmiði að auka færni og getu sundmanna og gera þá tilbúna undir frekari þjálfun í efri hópum. Auk þess að vinna í samvinnu við þjálfara Sundskóla með tilfærslu sundmanna úr sundskóla upp í æfingahópa
Vinsamlegast hafið samband við formann Sunddeildar Fjölnis, Snorra Olgeirsson , snorriolg@simnet.is eða við yfirþjálfara Ragnar Friðbjarnarson, raggifri@gmail.com S:8640773 ef þú hefur áhuga.