ÍM 25 2013 í Ásvallalaug
20.11.2013Íslandsmeistaramótið í 25m laug verður haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 22.-24. nóvember, samhliða Íslandsmóti ÍF. Allar skráningar hafa nú verið staðfestar og má nálgast keppendalista, sem og aðrar upplýsingar um mótið, á ÍM25 síðunni okkar.
Til bakaMótið er sem fyrr segir haldið í Ásvallalauginni og sér SH um framkvæmd þess í samstarfi við SSÍ. Nú er mikilvægt að allir sem að mótinu koma hjálpist að við að gera mótið sem skemmtilegast. Til þess að mótið geti gengið smurt fyrir sig þörfnumst við enn fleirri starfsmanna og biðlum við því til allra félaga að hvetja aðstandendur þeirra að skrá sig. Starfsmannaskjalið má sjá á ÍM25 síðunni.
Morgunhlutar mótsins hefjast kl. 9 að morgni og samkvæmt áætlun lýkur þeim um einni og hálfri stundu síðar. Kvöldhlutar hefjast kl. 17 og standa yfir í um 2 tíma. Að þessu sinni eru 132 keppendur skráðir, 75 konur og 57 karlar, frá 12 félögum. Einstaklingsskráningar eru 554 og með boðsundum fer sú tala upp í 641 skráningar í heildina.
Tæknifundur verður auglýstur síðar í dag.
Að lokum er vert að minna á að SportTV mun senda beint út frá úrslitahlutum mótsins.
Sjáumst hress og kát í Hafnarfirðinum um helgina!