Beint á efnisyfirlit síðunnar

Staðan eftir undanrásir annars dags á NMU

07.12.2013

Undanrásum á degi tvö er lokið á NMU í Færeyjum. 

Nanna Björk byrjaði í 50m bringusundi og synti á tímanum 36,15. Svanfríður kom í næsta riðli og synti á 37,70. Aron Örn fór 100m bringusundið á 30,74. 

Birta María átti fínt sund þegar hún synti 100m skriðsund á 1:02,56. Sunneva Dögg var í riðlinum á eftir og synti á 1:00.94. Í fjórða og síðasta riðli synti hún Bryndís svo og kom í mark á tímanum 59,15, sekúndu frá sínu besta en dugði til að komast í úrslit.. Snær, Predrag og Hilmar Smári syntu allir í fyrsta riðli í 100m skriðsundi karla og syntu á 54,85 (Snær), 53,73 (Predrag) og 53,42 (Hilmar). Í þriðja riðli sömu áttum við svo tvo sundmenn en Aron Örn synti á 52,12 og Kristófer synti á 53,81. Tími Arons kom honum í úrslit.

Þá var aftur komið að Nönnu Björk í 100m flugsundi og fór hún á 1:08,98. Aftur aðeins frá sínu besta en náði sæti í úrslitum. Erla Sigurjóns kom í riðlinum á eftir á 1:06,34 og Birta Lind synti í þriðja og síðasta riðli á tímanum 1:09,44.

Íris Ósk var svo næst í 400m fjórsundi þar sem hún synti á 5:11,83 og tryggði sér sæti í úrslitum. Karlamegin syntu þeir Þröstur, sem fór á 4:40,14 og Baldvin, sem synti á 4:37,15.

Í 50m baksundi kvenna synti Íris Ósk svo aftur og kom í mark á 30,66. Erla synti í sama riðli og fór á 31,76. Í þriðja og síðasta riðli synti Steingerður svo á tímanum 31,36. Predrag var fulltrúi karlpeningsins í greininni og synti á 29,84.

Til baka