Eygló Ósk 8. í 100m baksundi á EM
Eygló Ósk synti frábært sund í 100m baksundi í úrslitunum í kvöld þegar hún endaði í 8. sæti á tímanum 59,39. Þetta er næst besti tíminn hennar frá upphafi í greininni. Eygló varð með þessu fyrsta íslenska konan til að synda í úrslitum á Evrópumeistaramóti.
Hér má líta árangur frá undanrásunum í morgun.
Kristinn synti 50m baksund á tímanum 25,64 og Kolbeinn synti á 26,19 en báðir voru aðeins frá sínum bestu tímum.
Eygló Ósk synti næst 100m fjórsund á 1:02,62, 20/100 frá meti sínu.
Alexander var þá næstur í 100m skriðsundi og synti á 50,85, 6/10 frá sínu besta.
Inga Elín synti svo 800m skriðsund á 8.55,96.
Í lokin var 4x50m blandað fjórsunds boðsund. Sveitina skipuðu Eygló Ósk, Kristinn, Inga Elín og Alexander og var lokatíminn 1:49,79. Þau voru þó dæmd úr leik, líkt og tvær aðrar sveitir í sömu grein.