Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eygló í úrslit í 200m baksundi á EM25

15.12.2013

Undanrásir síðasta dags á EM25 í Herning fóru fram í morgun.

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti 200m. baksund á 2:08,49mín. og varð 7. inn í úrslit og syndir hún í úrslitum kl. 16:43 (ísl. timi)

Daníel Hannes Pálsson synti fínt 200m. skriðsund, synti á 1:52,89mín. sem er einungis 24/100úr sek. frá besta tíma hans.

Kristinn Þórarinssson synti 200m. bringusund á 2:18,36 mìn.  Kristinn byrjaði vel en hélt ekki nægilega vel út og náði ekki að bæta tíma sinn.

Inga Elín Cryer synti 200m. skriðsund á 2:03,33mín.  en  besti tími hennar er 2:01,05mín.

Síðasta sund Íslands ì undanrásun var 4x50m. skriðsund karla.
Alexander Jóhannesson synti 1. sprett á 22,66sek. sem er löglegur tími og aðeins 37/100 úr sek. frá Íslandsmeti Árna Más Àrnasonar frá 2009.
Glæsileg frammistaða hjá kappanum.

Kolbeinn Hrafnkelsson synti 2. sprett á 23,65sek.
Kristinn Þórarinsson 3. sprett á 23,75sek.
og Daníel Hannes Pálsson synti 4. sprett á 23,73sek.
Lokatími var 1:33,62mín. sem rúmri sek. frá Landssveitarmetinu (Íslandsmetinu) frá 2002.

Myndir með frétt

Til baka