Úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ - hlutur SSÍ 9,8 milljónir
Samtals var úthlutað 96.910.000,00 krónum og þar af fékk Sundsamband Íslands 9.840.000,00 krónur sem skiptist á eftirfarandi hátt:
- Landsliðsverkefni kr. 2.500.000,00
- Unglingalandsliðsverkefni kr. 500.000,00
- A styrkur vegna verkefna Eyglóar Óskar Gústafsdóttur kr. 2.400.000,00
- A styrkur vegna verkefna Hrafnhildar Lúthersdóttur kr. 2.400.000,00
- C styrkur venga verkefna Antons Sveins Mckee kr. 720.000,00
- C styrkur vegna verkefna Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur kr. 720.000,00
- Eingreiðslustyrkir vegna verkefna einstaklinga samtals kr. 600.000,00 sem skiptist þannig:
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir kr. 200.000,00
Alexander Jóhannesson kr. 200.000,00
Kristinn Þórarinsson kr. 200.000,00
Frjálsíþróttasamband Íslands fékk 9.640.000,00 kr auk 2.500.000,00 sem sambandið fékk aukalega fyrir verkefni Anitu Hinriksdóttur. Handkattleikssamband Íslands fékk 16.000,000,00, Íþróttasamband fatlaðra fékk 8.020,000,00 og KKÍ fékk 7.000.000,00 krónur.
Fram kom í máli Lárusar Blöndal forseta ÍSÍ og Andra Stefánssonar sviðsstjóra afrekssviðs ÍSÍ að styrkjum Afrekssjóðs væri úthlutað til sérsambanda eingöngu. Styrkjum SSÍ væri skipt upp sem styrkjum fyrir landsliðsverkefni annars vegar og sem styrki fyrir áætluð verkefni einstaklinga hins vegar. Í tilfelli SSÍ þá fengi sambandið um 3.000.000,00 króna í landsliðsverkefni eða um þriðjung af styrktarfé til sambandins. Annað væri til að fjármagna verkefni einstaklinga. Umsýsla styrkjanna er á höndum sérsambandanna.